Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 22

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 22
102 SIvINFAXI ingaauð og viðkvæmni stendur hún, af Norðurlanda- málum, íslenzku einni að baki, og munar þó mjóu. Færeyingar liafa engar ritaðar bókmenntir átt, sem leiðarsnúru við varðveizlu tungu sinnar um ár og ald- ir, eins og vér Islendingar. Um fjögur hundruð ára liafa þeir átt að búa við sífelldan ágang erlends máls, þar sem danska hefir verið’ einvöld eða aðalmál í opin- herum stofnunum, kirkjum og verzlunum, og skólum, siðan þeir komu. I5egar þessa er gætt, er varla liægt að álykta annað en að smáþjóðin færeyska, sem stund- um hefir ekki verið nema 5000 sálir, liafi unnið dásam- legt kraftaverk með því, að varðveita tungu sína jafn- vel og raun ber vitni. — Ætli vér hefðum af miklu að gorta, ef vér ættum engar fornbókmenntir og dönsku hefði verið troðið inn í kirkjur vorar, skóla og stjórn- arstofnanir um siðaskipti? Það eru einkum f æ r e y s k u þ j ó ð k v æ ð i n, sem hjálpað liafa eyjabúum til að halda máli sínu við, og með þeim þ jóðdansarnir og kvöldvökur, sem Færeyingar nefna „k v ö 1 d s e t u r“. íslendingar á 12. og 13. öld skrifuðu sögur í skinn- bækur og skópu óbornum kynslóðum með þvi dýr- indis fjársjóði. Aftur er eigi kunnugt, að Færeyingar hafi ritað bækur. Þó liafa þeir kunnað ritlist, því að prestaskóli var i eyjunum i katólskri tíð, allt til siða- skipla. En skömmu eftir að Islendingar skrifuðu sög- ur sinar, eða á 14. og 15. öld, ortu Færeyingar löng og merkileg kvæði út af sögunum. Kvæði þessi skrif- Uðu þeir ekki, svo að kunnugt sé, en þau geymdust í minni og á vöruin þjóðarinnar, þar til fræðimenn rit- úöu þau upp i lok 18. aldar og á 19. öld. Svend G r u n d t v i g kom upp heildarsafni af færeyskum þjóðkvæðum á árunum 1871—'83. Er safn hans 18 handskrifuð kvartbindi, eða tæpar 8000 blaðsíður. Má af því marka, að þetta er ekkert smáræði, sem til er. Framan af öldum, allt lil siðaskipta, hafa verið

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.