Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1933, Síða 32

Skinfaxi - 01.11.1933, Síða 32
112 SKINFAXI Þeim, sem kynnast vilja nýrri, færeyskri ljóíSagerð, mun vera heppilegast að ná í „Songbók Föroya fólks“ og litla sýnisbók, sem lieitir „Nýföroyskur skaldskap- ur“. Allmörg leikrit og fáeinar skáldsögur hafa Færey- ingar eignazt. Skáldsögurnar eru: „Bábelstornið“ og smásögusafnið „Glámlýsi“ eftir Regin í Líð, en undir því dulnefni skrifar Rasmus Rasmussen lýðskólakenn- ari. „Beinta“ og „Marita“ eftir Hans A. Djurhuus. „IJr- valsrit", aðallega prýðilegar smásögur, eftir M. A. Win- ther. „Lognbrá“ (isl. hilling) eftir Heðin Brú, en það er dulnefni Hans Jakobs Jakobsens búfræðikandidats. All- ar eru sögurnar læsilegar, eigi sízt liin siðasttalda, sem er listaverk að stíl og máli, og mætti hún vel hljóta út- breiðslu hér á landi. Merkustu leikritin munu vera: „Hövdingar liittast“ eftir Regin í Líð, „Páll fangi“ eftir Louis Zachariasen verkfræðing, „Vár“ eftir Símun av Skarði, leikir Rasmusar Effersö, og svo sorgarleikurinn „Ranafelli“ eftir William Heinesen, er sýndur var í Reykjavík í fyrravetur. Hann er frumritaður á dönslcu, og mun Heinesen vera eini Færeyingurinn, er skáldrit semur á þvi málL Eðlilega er ekki um auðugan garð að gresja af öðr- um bókum en skáldritum á færeyska tungu. Merkast fræðirit er bók dr. Jakobs Jakobsens um þjóðhetju Færeyinga, Nolsoyar-Pál, enda er það prýðilegt vísinda- rit, æfisaga Páls og útgáfa af ljóðum hans. Góð fær- eysk málfræði er til eftir Jákup Dahl prófast og fær- eyslc-dönsk orðabók eftir Chr. Matras magister og M. A. Jakobsen bókavörð. Allt Nýja teslamentið, Davíðs sálmar, Orðskviðirnir og Prédikarinn er til í færeyskri þýðingu, að mestu eftir Dald prófast, og er hver bólc gefin út sér. Þá er til lítil Færeyjasaga eftir H. A. Djurhuus, ágæt Færeyjalýsing eflir Mikkjal skáld á Ryggi, þjóðsagnasöfn, lesbækur fyrir börn og skóla- fólk og margar bækur fleiri, sem of langt yrði hér

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.