Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 41

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 41
SKINFAXI 121 „fólkið sitt“. Hvaðan honum kemur vald eða myndug- leiki til slíks, verður ekki séð, enda læt eg mér það í léttu rúmi liggja. Það, sem aðallega ergir Halld. Ivristjánsson, virðist vera það, að eg hafi ekki í umræddum ræðuköflum tekið nægilegt tillit til þess liugarfars, sem ungmenna- félagar eiga að liafa ræktað með sér. Eg hélt nú sannast að segja, að U. M. F. væri það með öllu óviðkomandi, þótt gerðar væru athuganir um þau lífsviðhorf, .sem mótast annarsvegar af frumrót- um mannlegs eðlis, en iiinsvegar af þeim félagslcgu aðstæðum, sem éinstaklingarnir eiga við að búa. Annað eða meira var ekki viðfangsefni mitt í þessum ræðu- köflum, sem hneyksla H. Kr. og „fólkið hans“. Annars er ritsmíð H. Kr. gamall kunningi. (Það sama má segjá um grein Geirs Sigurðssonar í þessu sama iiefti). Gamla sagan, að það sé einhver óendanlega heil- ög dyggð, að „rækla jörð og ryðja lönd“. Vill H. Kr. annars ekki skoða liuga sinn hetur, áður en hann slær nokkru föstu um þá flokkaskiptingu, sem hann byrjar ritsmíð sina með? Er liann svo liárviss um, að fólkið, sem fer á mölina og mokar kolum, slæg- ir fisk eða beitir línu, eigi minna af manndómi, en „fólkið lians“, sem syngur „Inn milli fjallanna hér á eg heima“? Eða heldur hann, að fólkið, sem fer á möl- ina, Iiafi i flestum tilfellum farið „þangað af því það vildi hafa það gott,“ af því það nennti ekki að „reisa býlin, rækta löndin, ryðja um urðir braut“? Nú, en ef þessar staðhæfingar H. Kr. væru réttar, en eg neita eindregið að svo sé, þá væru þær um leið hýsna þung ákæra á U. M. E. Ef U. M. F., sem starfað hafa í sveit- um þessa lands heilan aldarfjórðung, hafa ekki gctað lialdið fólkinu þar kyrru með fulltingi fagurra hug- sjóna og hárra takmarka, þá her það meiri vott um vanmátt þeirra en rétt er að halda á lofti, af þeirra eig- in formælendum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.