Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1933, Síða 43

Skinfaxi - 01.11.1933, Síða 43
SKINFAXI 123 frumstæðu lífskjör, sem mikill hluti íslenzkrar alþýðu á við að búa. Hann telur það sérstaklega ótilhlýðilegt af góð'um og frómum ungmennafélögum, að gera sér grillur út af því þótt Pétur eða Páll lifi i sukki og svalli (sbr.: „Hún [þ. e. æskan hans Halldórs] horfir ekki sólgnum öfundaraugum á óhófsíburð eyðslustéttar- innar“). Það sldn svona liér um bil í gegn um röksemda- leiðslu höf., að fátækur og hreinhjartaður U. M. F. megi þalcka guði fvrir þann velgerning, að fá að lifa í litla hænum sinum kalda og dimma, að fá að vinna 12—14 stundir í sólarhring, að fá í stuttu máli að njóta margs- konar hlunninda af þessu læi, sem eyðslustéttin fer á mis við. Reyndar viðurkennir höf., að sár fátækt sé mein- bölvuð, en hún er þó ekkert hjá þvi böli, að vera rík- ur og geta veitt sér öll tímanleg gæði. Þá er sálin í voða! Vitnar liöf. i ýms skáld, útlend og innlend, máli sinu til sönnunar. Þessi hugvekja Halldórs Kristjánssonar er sannar- lega orð í tíma talað. Borgarastéttin íslenzka gengur nú með lífið í lúlcun- um vegna þess, að hún óttast að alþýða þessa lands sé að vakna til meðvitundar um hið himinhrópandi ranglæti stétta-þjóðfélagsins. Það hlýtur að vera ein- staklega huggunarríkt fyrir hina hrelldu borgarastétt, að lesa ritsmíð H. Kr. Hvað gerir það til, þótt liann hnýti svolítið í hana fyrir eyðslu og drabb? Ekki vit- und. Það er einmitt það, sem kennir sér bezt fyrir hana eins og stendur. — Á meðan velþenkjandi U. M. F. skoða jietta frá sama sjónarmiði og H. Kr., fara þeir varla að sækjast eftir slíkum hlutum, sér til handa. Borgarastéttin fær að njóta þessa i næði, en á meðan syngja ungmennafélagarnir: Mæt ham med Velstand, för nogen ved af skælver hans Hjerte i Suk efter — Stene.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.