Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 44

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 44
124 SKINFAXI En hvaðan heldur H. Kr. að eyðslustéttin fái aurana til þess að eyða? Heldur liann að hún tíni þá við Skerja- fjörðinn við stórstraumsfjöru? Eða skyldi liann trúa þvi, að þeir falli til hennar af himnum ofan líkt og Manna-brauðið á dögum Móisesar? Órar liann kannske ekkert fyrir því, að þessir lítt eftirsóttu verknaðir, eyðslan og drabbið, sem vitanlega eru andstyggilegir í augum allra góðra manna, fara fram á kostnað þeirra, sem „vaka og vinna?“ Er það af þeim orsökum, sem honum finnst svo óviðeigandi af U. M. F., að lita „sólgn- um öfundar-augum“ til þeirra, sem eyða þeim verð- mælum, sem þeir hafa aflað? En nú skal eg segja H. Kr. nokkuð. Það er engin dyggð af ungmennafélaga, sem hef ir það meira að segja á stefnuskrá sinni að vinna alþýðustéttina upp, að loka augunum fyrir misskiptingu hinna timanlegu gæða. Það er engin dyggð að telja því fólki, sem allt sitt líf er að skapa verðmæti, sem það fær ])ó ekki að njóta nema að takmörkuðn leyti, sökum ranglátrar arðskiptingar, írú um, að það sé í raun og vern fullsælt eins og það er. Það er engin dyggð, að halda á lofti óraunsæjum og óhlutkenndum, úrellum hugtökum um fagrar hug- sjónir og Iiátt takmark, þegar þetta sama verður til þess að villa svo um vitund manna, að þeir horfast ekki i augu við liina raunverulegu staðreyndir nútím- ans eins og þær eru. Það er lika meginrökvilla hjá Halldóri Kristjánssyni, þegar hann segir, að kjör alþýðunnar hafi batnað hin síðari ár. — Jú, víst hafa þau balnað. En þelta er þó ekki nema liálfur sannleikur og tæplega það. Kjör al- þýðunnar hafa batnað hlutfallslega langminnst, sam- anborið við kjör annarra stétta. Þetta er því sorglegra, þar sem það er alþýðan — hin vinnandi stétt — sem skapar verðmætin, eða dregur þau fram úr skauti náttúrunnar.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.