Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 49

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 49
SKINFAXI 129 sem á vinnst með prédikunum. Þa'ð er reynsla, sem bæði klerkar og „kommúnistar“ mega sætta sig við. Þær eru býsna skritnar, hugmyndirnar, sem Sigur- jón á Þorgcirsslöðum gerir sér um þjóðskipulag „kommúnista“. Annað tveggja hefir bann lesið rit „socialismans“ á svipaðan hátt og sagt var, að garnli maðurinn á neðri byggðinni læsi biblíuna, eða þá að einbverir gamansamir náungar liafa skrökvað ein- liverju að lionum um þessa hluti; eða þá í þriðja lagi, að hann liefir komizt í kynni við bókmenntastarfsemi Morgunblaðsins og annarra virðulegra borgarablaða og iekið liana full bókstaflcga. Rúm Skinfaxa leyfir ekki að þessar sérkennilegu hugmyndir séu gagnrýndar að nokkru ráði. Þó get eg ekki stillt mig um að drepa á örfá atriði af handahófi. Höf. kemst að þeirri einkennilegu niðurstöðu, að byltingar séu niðurrif alls þess, sem liðnar kynslóðir liafa til nytja unnið. Finnst honum að franska byltingin 1789 sanni þetta? Eða lieldur liann að Tolstoj hafi nokkuð fallið i verði með sinni þjóð, þó að „bolsi- vikkar“ kæmust þar að völdum. Haun talar um það með liryllingi, að byltingamenn vilji fylgja vissri stefnu í uppeldismálum. Er þetta nokkurt einsdæmi? Hvað gerir okkar ágæta ltorgara- lega samfélag, sem Sigurjón er svo fíkinn í að tjónka við? Skyldi það telja það nokkurt lirós í sinn garð, þótt einhver segði, að það fylgdi engri stefnu í uppeldismál- um sinum, eða framkvæmdi þau í hreinu tilgagnsleysi ? Nei, vissulega ekki. Þvert á móti fylgir það þeirri stefnu, að búa til borgara líkt og Sigurjón á Þorgeirsstöð- um, sem reynast hlutgengir i því að viðhalda ríkjandi skipulagi með öllum þess göllum og agnúum. Það er ekki stefnuleysi að kenna, þótt tilgangurinn náist ekki alltaf, þ. e. a. s. lir góðum og rcttlátum öreiga verði byltingamaður. Heldur má skrifa það á reikning utan- aðkomandi afla, sem hið borgaralega uppeldi fær ekki d

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.