Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 50

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 50
130 SKINFAXI ráðið við. Eða hvað segir SigurjÓn um þá uppeldisstarf- semi, sem nú fer fram i Ílalíu og Þýzkalandi? Skyldi uppeldið ekki vera framkvæmt þar með visst mark- mið fyrir augum? Ilvað er þá um það að segja, þótt „socialislar“ vilji móta þau lífsviðhorf, sem tryggja samúð með því skipulagi, sem samfélag þeirra er reist á. Einlivers staðar skýtur þeirri kenningu upp hjá Sigur- jóni, að „socialisminn“ sé liaft á frclsi manna og hamli eðlilegum þroska einstaklingsins. Já, við megum svo sem vera hrcyknir af þvi, hve vel okkur hafi tekizt, liér i okkar borgaralega samfélagi, að rækta þessa eigin- leika, frelsið og einstaklingsþroskann. Við getum svo sem hrósað happi yfir ])vi, hve vcl okkur hafi tekizt að fá hverjum og einum í hendur verkefni við hans hæfi. Við megum svo sem miklast af því, að allir ein- staklingar í okkar samfélagi hafi fengið að njóta hæfi- leika sinna, eftir því sem þeir voru menn til! Það er einkennilegt að lieyra mann, sem heldur því fram, „að persónuleikinn hafi þroskazt í þarfir hug- sjóna, sem stefndu æ hærra og hærra að marki fegurðar og gildis“, vera að fjandskapast gegn þeirri hugsjón, sem hæst hefir stefnt af öllu fögru — hugsjón „sócíal- ismans." Það er kannske rétt, að benda þessum ágæta höf. á það, þar sem hann er að lala um hin í'ögru loforð „kommúnista“, að þeir hafa nokkra sérstöðu um þessa hluti innan stjórnmálaflokkanna. Þeir lofa sem sé engu, enda geta þeir engu lofað, aumingja mennirnir. En þeir hvelia hinn allslausa lýð til þess að taka höndum sam- an. Þess vegna eru þcir svo ári illa liðnir af borgara- stéttinni. F.itt af ])ví, sem Sigurjóni stendur mikill stuggur af i sambandi við byltinguna, eru samyrkjuhyggðir. Það mæti kannske segja honum það til huggunar, að þetta er ekkert séreinkenni á byltingamönnum. Jafnágætur o« ráðsetlur horgaraflokkur og okkar íslenzki Fram-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.