Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 53

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 53
SKINFAXI 133 En nú skulum við athuga þelta viðfangsefni með fullri hreinskilni. Við alþýðufólkið megum játa það, að við höfum ekki átt þann stéttarmetnað, sem æskilegt var. Við höfum i því efni látið um of glepjast af úreltum, horg- aralegum kennisetningum. Og U. M. F., sem fyrst og fremst áttu að vera félög alþýðuæskunnar, Iiafa — vægast sagt — tekið fremur óhöndulega á þessum málum. Halldór Kristjánsson viðurkcnnir þetta líka að nokkru leyli. Hann tekur það alveg réttilega fram, að U. M. F. hafi i upphafi verið næmari fyrir þessum hlutum en nú. í U. M. F. runnu saman í upphafi tveir straumar og þeir næsta ólíkir. Ættjarðarástin og baráttan fyrir Innu stjórnarfarslega frelsi annars vegar, en liinsveg- ar hrifningin fyrir réti lítilmagnans og baráttan fyrir írelsi hinna undirokuðu. Hið síðartalda hefir með árunum siast burt, vegna þess, að borgarastéttin iiefir haft meiri áhrif á félags- skapinn en alþýðan, enda borgarastétlin stéttvis, en alþýðan stéttvillt. Ilið fyrrnefnda hefir haldizt sem megintakmark fé- iagsskaparins. En vegna þess, að frelsisbarátta þjóðar- innar er þegar lil lykta leidd, þá hættu hugsjónir þær, sem i upphafi voru lifandi veruleiki, að liafa sama gildi og fyrr. Nú birtast þær vanalega á sama hátt og þær birtust i ritsmiðum Halldórs Kristjánssonar og Geirs Sigurðssonar, sem mcira eða minna óákveðin hugtök, arfur liðinna ára, sem í mörgum tilfellum liefir mjög takmarkað gildi fyrir hina líðandi stund. Þess vegna er það, að U. M. F. gengur svo illa að vinna alþýðustéttina upp. Þess vegna er það, að H. Kr. missldlur hugtakið alþýðumaður og kastar kalsyrðum iil stéttarsystkina okkar á mölinni. Þess vegna er það,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.