Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 55

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 55
SKINFAXI 135 skoðun þess skipulags, sem við eigum við að búa. Við eigum að þora að horfast í augu við þessa staðreynd og taka á þeim vandamálum, sem samtíð og framtið krefja olckur úrlausnar um, eins og einörðum, mennt- uðum mönnum sæmir, með stillingu, einurð og full- um kjarki. Eg hefi áður i þessu riti látið nokkuð i ljós álit mitt á U. M. F. Ef til vill liefi eg efazt nokkuð um framtíð þeirra. Eg skal játa, að eg hefi skipt um skoð- un á því máli. Eg trúi því, að U. M. F. eigi eftir að rísa upp aft- ur, sem félagsskapur vondjarfrar og viljasterkrar al- þýðuæsku, rísa upp með nýjum þrótti, nýjum vonuin og nýjum viðfaugsefnum. Eg' trúi þvi, að inn í félögin komi hreinna loflslag, meira hispursleysi i hugsun og skarpari gagnrýni á mannlegum högum. Eg trúi því, að þau eigi eftir að varpa af sér álaga- liam borgaralegrar hræsni. Eg trúi því, að þau fái litið viðfangsefni samtíðar sinnar i heiðríkju þess hug- arfars, sem hlífðarlaus, kaldræn gagnrýni ein fær skapað. Eg trúi þvi, að þau eigi eftir að verða skóli þeirr- ar alþýðuæsku, sem v e i t að hún er hin ráðandi stétt hessa lands; sem veit að h e n n a r, en ekki mann- anna, sem standa á tindinum með Jósafat á milli sin, er „ríkið, mátturinn og dýrðin“. 7. maí 1933. Skúli Guðjónsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.