Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 56

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 56
136 SKINFAXI Bindindismálið. Mesta vandamálið, sem lá fyrir sambandsþingi U. M- F. í. í sumar, og það mál, er mest skipti þar skoðun- um, var bindindismálið. Það var að vísu afgreitt með samkomulagi allra fulltrúa, og á þann hátt, sem blá- köld skynsemi verður að telja heppilegan, eins og nú er málum komið. Munu þó flestir beztu menn kjósa alll aðra stefnu miklu fremur. Og þar sem gerðir þings- ins i þessu máli -— afnám skuldbindingarinnar — þyk- ir vafalaust orka tvímælis, er rétt að draga liér stutt- lega fram rök málsins, félögum til glöggvunar. Á stofnárum ungmennafélaganna voru tvær milclar hugsjónir að keppast við að verða að veruleika meðal íslendinga. Þær voru stjórnarfarslegt sjálf- s t æ ð i 1 a n d s i n s og ú t r ý m i n g á f e n g i s ú r I a n d i n n. Allt þjóðlífið var þrungið þessum hugsjón- um, og þær liafa vafalaust gert þá „fyllingu tímans“, sem kveikti U. M. F. líf og nærði þau í öndverðu. í anda og eldmóði þeirra var löggjöf U. M. F. samin. Þar voru stórorð og hátiðleg heit — næstum óefnan- leg. Æskumenn þeirra ára tóku þau sem helgan boð- skap og gerðu þau að sinum með eldheitri alvöru og stálhörðum vilja til efhda — al’ því að þetta voru lausnarorð kynslóðar þeirra, kall lifandi liugsjóna líð- andi stundar. Síðan hafa liðið ár og margt breytzt. Stórmál áranna 1906—’09 hafa flutzt úr fjarlægðar- ljóma hugsjónanná í nálægð veruleikans. Stóru orðin i skuldbindingu U. M. F. eru rétt og slétt stóryrði í augum nútíðaræsku. Þau eru hlustum hennar eins og „hljómandi málmur og hvellandi bjalla“. Hljómurinn getur látið vel í cyrum. En hann hreyfir ekki „innstu strengi bjartans“, eins og liann gerði (og gerir reynd- ar enn) við okkur, sem ungir vorum fyrir 25 árum.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.