Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 57

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 57
SKINFAXI 137 Hið hálíðlega og róltæka bindindisheit, sem skuld- binding U. M. F. byrjaði á, var samið á þeim tíma, þegar almenningsálitið dæmdi áfengi þjóðarböl og hneisa þótti að gerast ölvaður. Rétt á eftir vann bann- stefnan sigur í landi. Og við þann sigur rann móð- urinn af berserkjum og orustuliði bindindisstefnunn- ar. Bindindi hlaut að koma af sjálfu scr í „þurru landi“, liéldu menn. U. M. F. voru yfirleitt bindindis- heitum sínum trú enn um skeið, enda var lílið um áfengisnautn fyrstu bannárin og hún litin líkuni augum og áður. En félögin hættu að leggja þá áherzlu á bind- indismálið, sem áður hafði verið. Mörg félög liæltu að heimta undirskrift félaga undir skuldbindinguna, bind- indisheitið og liin heitin með. Eg liefi hitt fyrir íelög, sem hafa ekki krafizt undirskrifta um 20 ára skeið. Félagsmenn þeirra bera það nú fyrir, er ný vinöld cr runnin, að þcir séu ekki bundnir heiti, sem þeir liafi aldrei unnið persónulega. Yitanlega liefir þetta hrotið í bág við sambandslög U. M. F. I. Eigi má lá U. M. F., þótt hlé yrði á bindindisstarfi ])eirra, cr bannið komst á. Það er sennilega náttúru- lögmál, að eftir sigur málefnis komi livild og mátt- lejrsi um stund. Sjálf Góðtemplarafélögin fengu sér meira að segja dúr um þetta leyti. En nú hefir reynsl- an sýnt, að i þessu efni, eins og viðar, má vænta ólags eftir lag og brims eftir ládeyðu. Hér þarf ekki að lýsa því, hvernig bannstíflan lét undan áfengisflóðinu. Mönnum er kunn og i fersku minni sagan um smyglavín, læknavín, Spánarvín og síðast en ekki sizt „landa“. Þegnar bannríkisins mega nú hvenær sem er búast við angri og óþægindum af völdum ölóðra manna, er þeir fara um þjóðvegi eða koma á mannamót. Löglegt vín og ólöglegt „sprútt“ er engu torfengnara en sumar nauðsynjar. Er þó al- varlegast, að tízka og almenningsálit bafa gengið í lið með áfengi og bannbrjótum. Það þykja nú engin mann-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.