Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 59

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 59
SKINFAXI 139 Iagt við drengskap sinn, að neyta engra áfengra drykkja, né verða því vísvitandi valdandi, að þeir séu veittir öðrum“. Þetta gilti á pappírnum. En í reyndinni var annað uppi á teningnum. í sambandinu hafa verið fé- lög, sem hafa ekki tekið bindindislieit af félögum sín- um. Og þar hafa verið félög, sem hafa ekki gengið eftir, að heitíð væri efnt. í fyrra leiddi rannsókn í ljós, að ekki voru nema 10—20% af sambandsfélögunum raun- veruleg bindindisfélög. Hin 80—90% voru meira eða minna glompótt í því efni. Sumstaðar var „bindindis- heilið engis virl“. I einu félagi voru „12 félagsmenn, sem' ekki veigra sér við að sýna sig fulla á mannamót- um og samkomum, þótt félag þeirra standi fyrir sam- komunum". Dæmi eru til, að ungmennafélagi yrði sannur að bruggi, en væri félagsmaður eftir. Svona mætti telja áfram. Almennust eru þó slík brot, að fé- lagar „súpa á“, „bragða“, „eru með“, án þess að um ölvun sé að ræða. Um þess liáttar þykir frjálsum mönnum fjórða tugar tuttugustu aldarinnar smásálar- legt að vera að sakasl! Þctta var ástandið í félagsskapnum, sem sambands- þing U. M. F. í. 1933 átti að setja lög fyrir. Sambandsþingið átti um þrjár leiðir að velja: 1. Að láta haldast það ástand, sem var. 2. Að kref jast bindind- is svo stranglega, að félögin yrðu að reka brotlega fé- lagsmenn eða vikja sjálf úr sambandinu ella. 3. Að nema úr gildi skilyrðislausa kröfu um bindindisheit einstaklinga. Slcal nú hver þessi leið athuguð og ger grein fyrir, hví siðasta leiðin var valin. 1. Enginn, sem til þekkir, mun mæla bót ástandinu, sem var, né telja gerlegt að láta það haldast hóti lengur. Það liafði þegar mjög skert virðingu U. M. F. fyrir sjálfum sér og annarra fyrir þeim. Og löghelgun þess ástands áfram blaut að fara gersamlega með virðingu félaganna. Þá er cigi samboðið félagsskap, er vinna vill fyrst og fremst að mannrækt og þjóðbótnm, að eiga

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.