Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 60

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 60
140 SKINFAXl undir jafnalvarlegri siðlegri og' drengskaparlegri iiættu og að skreyta sig með stórum orðum og fögrum heitum, en láta skeika að sköþuðum um efndir. Sambandsþingið gal því ekki valið fyrstu leiðina. En það var að löghelga ástandið, sem var, ef þingið hefði látið skuldbindinguna standa óbreytta (eða með þeirri tilslölcun, að fella burt orðin: „og legg við drengskap minn“, eins og stungið var upp á á þinginu), nema því að eins, að gerðar liefðu verið mjög róttækar ráðstafanir um að „hreinsa lil“. 2. Flestir heztu menn U. M. F. liefðu langhelzt kosiÖ þá leið, að sambandið krefðist undantekningarlaust vín- bindindis af félagsmönnum, og léti þar ekki sitja við orð og eiða, en fylgdi kröfunni fast og cinbeilílega fram i verki. Sú leið ein, cf farin var, gat aukið sóma U. M. F. og veitt þeim „aflát“ drýgðra synda í bindindis- málinu. Hún ein sýndi fulla karlmennsku og hreinan drengskap, bæði gagnvart fortíð og framtið. Fulla með- vitund um á skollna og að steðjandi hættu og vilja æskunnar til að vinna bug á henni. Þetta var sambands- þinginu ljóst. En þá kom liitt til álita: Hafa U. M. F. bolmagn til að hreinsa skjöld sinn í þessu efni? Og því er miður, að þeirri spurningu varð að svara neitandi. Með vægðarlausri hreinskilni verðum vér að játa, þótt sárt sé, að vér höfum ekki ráð á þeim þrótti, þeim drengskap, þeirri karlmennsku, þeirri fórnarlund, sem til þess þarf, að gera U. M. F. aftur að hreinum hind- indisfélögum. Einstöku félög eiga þetta líklega til, en hin eru fleiri, scm skortir það. Tíðarandinn leggst þarna á móti U. M. F., og hann sinnir engum „skvn- samlegum fortölum“. Æskumenn þessara ára v i 1 j a e k k i leggja á sig „ófrelsi“ og „fjötra“ hreins bind- indis, og lagaboð breyta engu um vilja þeirra. Æsku- lýðsfélög verða að beygja sig fyrir tíðaranda og ríkj- andi vilja meðal æsku líðandi stundar, jafnvel þótt

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.