Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 66

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 66
146 SKINFAXI ár og á því tímabili voru málverk eftir liann sýnd í ýmsum borgum Ameriku. En fyrsta sýningin, sem Kristján hélt upp á eigin spýtur, var í Boston 1927. Svo skaul þessum unga manni allt í einu upp hér á íslandi. Það var vorið 1929. Menn könnuðust lílt við hann, en hann vakti brátl á sér almenna athygli, af því að bann liafði eittlivað til brunns að bera, sem var nýtt og fagurt og hressandi. Hann málaði lands- lagsmyndir, og benti löndum sínum á fegurð liins kalda, langa og óumflýjanlega íslenzka velrar. Hann málaði snævi þakin fjöll með dökkum hnjót- um, skógaihríslur blaðlausar og fölnuð slrá upp úr hjarnbreiðunni, hraundranga eins og tröll, standandi i kristalgljáandi snjónum, éljadrög yfir byggðum, vetr- arsól, skriðjökla, isi lagðar ár i dölum og bæi vetrar- lega, vetrarbrim og jökulbungur. Það var jjess vegna bjart yfir sýningunni, livílt og fagurt og oft stórfenglegt. Og ekki er ólíklegt, að jjessi vetrarmyndasýning Kristjáns, bafi vakið einbvern æskumanninn til dáða, til jicss að sækja heilbrigði og lífsgleði til vetrarins, meðan sumarið er fjarri. Þessar myndir Kristjáns komu með sama boðskap- inn eins og Bjarni Thorarensen fyrir 100 árum i jiess- um Ijóðlínum: „. .. . frostið oss berði, fjöll sýni tor- sóttum gæðum að ná, bægi sem Kerúb mcð sveipanda svcrði, silfurblár ægir oss kveifarskap frá“. Kristján hefir ekki haldið kyrru fyrir síðan 1929. Hann hefir ferðazt um Evrópu, haldið sýningar í ýms- um höfuðborgum, t. d. London og Stokkliólmi, dval- ið sumarlangt í Lundey í Bristolflóa og málað Jiar myndir fyrir eiganda eyjarinnar, og síðastliðið sumar brá hann sér aftur til Ameríku með konu sinni og hélt j)ar sýningar. Hefir vegur lians farið sívaxandi og geta erlendir listdómarar jiess, að hann flytji með sér lif- andi fögnuð og djarfleika í verkum sínum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.