Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1933, Síða 69

Skinfaxi - 01.11.1933, Síða 69
SKINFAXI 149 Félagsmál. Látnir vormenn. í sumar hafa látizt tveir menn, er staði'ð hafa í fremstu röð ungmennafélaga, þeir Þorsteinn Friðriksson skólastjóri í Vík í Mýrdal og Þorsteinn Þórarinsson bóndi á Drumb- oddsstöðum í Biskupstungum. Ráðgert var, að greinar um vormenn þessa birtust í þessu hefti Skinfaxa og liafði ritstj. fengið ritfæra menn og kunnuga lil að skrifa þær. Því mið- ur er livorug greinin tilbúin, en þær birtast í næsta hcfti. Skattur félaganna til IJ. M. F. í. lækkar um þriðjung um næstu ára- mót, eða niður í eina krónu af félagsmanni, samkvæmt hin- um nýju sambandslögum. Lögin mæla svo fyrir, að skattur skuli greiddur vcra fyrir febrúarlok ár hvert, og er liér meo brýnt fyrir félagsstjórnum, að láta greiðslu eigi dragast yfir þann tíma. Allar greiðslur óskast sendar gjaldkera, Rann- veigu Þorsteinsdóttur, Þórsgötu 26A, Reykjavík. — Sam- kvæmt nýrri reglugerð kemur Skinfaxi út i tvcimur heft- um á ári. Aukafélagar U. M. F. f. Nýju sambandslögin gera ráð fyrir, að gamlir ungmenna- félagar og aðrir þeir, er tengdir vilja vera U. M. F. í., án ]>ess að véra starfandi félagsmenn neinnar deildar þess, geti verið aukafélagar eða styrktarfélagar sambandsins, cf þeir greiða því ö krónu árstillag eða 50 kr. æfitillag. Nú liefir sambandsstjórn ákveðið, að iill gjöld aukafélaga og styrktar- félaga renni í sérstakan sjóð, er varið verði til að verð- launa þá menn, sem liel/.t eru til fyrirmyndar um að iðka íþróttir þannig, að af því bljótist sem mcstur andlegur og líkamlegur þroski. Sambandsþing U. M. F. í. var haldið í Þrastaskógi 25.—20. júni síðastL Þingið sóttu 13 fulltrúar frá sex héraðssamböndum, sam- bandsstjóri og nokkrir gestir. Þetta gerðist markverðast: Sett voru ný sambandslög, og eru þau prentuð hér i heft- inu. Helztu breytingar frá frumvarpi því, er lengi hefir lcgið fyrir, eru þær, að skuldbindingin cr felld niður og skatt- urinn lækkaður niður í kr. 1.00 af félagsmanni á ári. — Sam-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.