Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 71

Skinfaxi - 01.11.1933, Side 71
SKINFAXI 151 starfsfólk skuli notaS i veitingahúsinu Þrastalundi, á landi sambandsins. Einkum telur þingið erlendan þjón óviðeigandi og i fullu ósamræmi við ákvæði leigusamnings um lóð undir Þrastalund, þar sem fram er tekið, að rekstur gistihússins skuli vera svo þjóðlegur, sem kostur er á. Þingið samþykkir, að afhenda íþróttaskólanum í llaukadal íþróttaskólasjóð U. M. F. í. til fullrar eignar, í viðurkenning- arskyni fyrir starf lians í þágu ungmennafélaganna. Sambandsþing U. M. F. í. 1933 samþykkir að kjósa Guðmund Jónsson frá Mosdal heiðursfélaga sambandsins. í sambandsstjórn voru kosin: Sambandsstjóri Aðalsteinn Sigmundsson, Reykjavík. Ritari Daniel Ágústínusson á Eyrar- bakka. Gjaldkeri Rannveig Þorsteinsdóttir, Reykjavík. — D. Á. er yngsti maður, sem átt hefir sæti í sambandsstjórn, 19 ára. U. M. F. Eyrarbakka starfaði með líkuin hætti árið 1932 og að undanförnu. Fundir eldri deildar voru 10 og álíka margir í yngri deild. Á eldri deildar fundum var rætt um stefnuskrármál U. M. F. og sérmál félagsins og nokkur erindi flutt. Funda- sókn var sæmileg, en þó vildi það brenna við, að lítil þátttaka væri í umræðum. Það er mein hjá U. M. F. E. sem viða ann- arsstaðar, að menn „koma sér ekki til“ að standa upp á fund- um og halda ræður. Nokkrir fundanna voru ágætir, og mætti nefna sem dæmi 12 ára afmælisfund 5. maí. Á þeim fundi voru mættir 22 gestir úr þremur félögum: „Velvakandi" i Reykjavik, „Afturelding" í Mosfellssveit og „Dreng“ í Kjós. — Á þeim fundi fór fram það, sem hér segir: 1. Fundarsetning. — Ávarp formanns. 2. U. M. F. E. 12 ára: Sig. Kristjáns. 3. Uppeldisleg áhrif U. M. F. E.: Aðalst. Sigmundssón. 4. Framtíðarstörf U. M. F. E.: Pétur Gíslason. 5. Yngri deildin og áhrif hennar: Leifur Haraldsson. 0. Frá U. M. F. Velvakandi: Ólafur Þorsteinsson. 7. Frá U. M. F. Afturelding: Grimur S. Nórðdahl. 8. Kynningarstarfsemi ungm.fél. o. fl.: Vigfús Jónsson, form. U. M. F. E. Þessi fundur er ekki fyrst og fremst tekinn sem dæmi til að sýna mönnum fram á að svona séu nú fundir U. M. F. E. fjölbrcyttir, heldur til að vekja athygli á einum lið i starf- semi U. M. F. sem ekki hefir verið eins mikill sómi sýndur og skyldi, en það er kynningarstarf semin eða heim- sóknir félaganna hvers til annars. Af slikum heimsóknum

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.