Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 75

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 75
SKINFAXl 155 Líkt og fjall með elda œsta undir hjálmi hvítasvells ris í sögnum hrundin hæsta, heimasætan stoltarglæsta, salardísin Svinafells. ■— — Skinfaxa hafa borizt tvær nýjar sögur fyrir uuglinga. Hin fyrri nefnist Anna í Grænuhlíð, eftir L. M. Montgomery, kanadiska skáldkonu, en Axel Guðmundsson hefir íslenzkað snoturlega. Er sagan einkum fyrir telpur. — Hin bókin er fremur við hæfi drengja og heitir Börnin í Víðirgerði og er eftir Gunnar M. Magnússon kennara, sem lesendur Skf. þekkja. Er það einhver skennntilegasta drengjasaga á voru máli og prýðilega rituð. Hefir ritstj. Skf. eigi séð drengi svelgja aðra hók með mciri áfergju. Þá liefir Skf. verið sendur 3. árg. af Jörð, hinu 'einkenni- lega og fjölbreytta tímariti séra Björns O. Björnssonar á Brjánslæk. Er það hið myndarlegasta rit og á erindi til alþýðu manna. Hans A. Djurhuus: Halgiljóð. Felagið Varðin. Tórs- havn 1032. — H. A. D. er afkastamaður mikill — hefir þeg- ar gefið út yfir 20 bækur, skáldverk og barnabækur. Hann er einkum prýðilegt ljóðskáld, smekkvis og leikandi hagorð- ur. í Helgiljóðunum eru dregnar myndir af Maríu ÍMagda- lenu, nokkrum spámönnum Gyðinga, dómsdegi o. fl., í fögr- um og látlausum ljóðum, en eigi er þó þar að finna beztu kvæði höf. — Ytri frágangur bókarinnar er mjög snyrtilegur. A. S. „f austurvegi", eftir Halldór Kiljan Laxness. Útgef.: Sovét- vinafélag íslands, Reykjavík. Eins og menn muna, dvaldi Halldór Kiljan í Rússlandi um nokkurt skeið s.l. haust. Bók sú, er hér um ræðir, lýsir ýmsu, er bar fyrir augu skáldsins austur þar. Höfundur kemst sjálf- ur þannig að orði, að hún sé samin i þeim tilgangi, að varpa ljósi yfir nokkur aðalatriði i þróun hins samvirka, austræna verklýðsríkis, eins og þau koniu honum fyrir sjónir sem ein- staklingi, og án flokksbundinnar afstöðu. Allmikill liluti bók- arinnar fjallar um landbúnaðamálin rússnesku. Styðst höf. þar við rit þeirra, er fremst hafa staðið i baráttunni fyrir nýju skipulagi landbúnaðarins og mesta þekkingu hafa um

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.