Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 76

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 76
156 SKINFAXI þau mál, t. d. Lenin og Stalin. Þar eru yfirlit og tölur, sem sýna geysi hraðfara þróun samyrkjunnar. Síðari hluti bókarinnar er nokkurs konar ferðaminningar. Er þar sagt frá ýrnsum lifnaðarháttum, lýst verksmiðjum, barnaheimilum, barnaskólum o. fl. Af frásögninni má nokkuð ráða, hvernig fræðslukerfið muni vera, og það, sem mestan áhuga vekur i því sambandi er, hversu víðtækar og merkilegar tilraunir hafa verið gerðar til að sameina fræðslu, líf og starf. Verksmiðjan og skólarnir allir i sambandi við hana er sem ein óslitin lieild. Síðast í hókinni er erindi það, sem Kiljan flutti í útvarpið i Moskva s.l. haust. Styr hefir staðið um llússland, meiri en nokkurt annað land, síðustu 15 árin, eða síðan byltingin varð 1917. Dómar hafa vægðarlaust verið kveðnir upp, bæði með og móti hinu nýja skipulagi. Fregnir hafa verið litaðar. Hlutleysi er gjarn- an látið víkja úr vegi fyrir hleypidómum, þegar kapp verður í deilu. Hvernig sem dómar falla eða liverjar sem skoðanir eru í stjórnmálum, mun marga fýsa að lesa ])essa bók og sjá hvað Kiljan skrifar um þær stórfenglegu tilraunir, sem gerðar hafa verið til endureisnar einvalds-kúgaðrar þjóðar, og uppbyggingar nýs ríkis á nýjum grundvelli. Auðsætt er, að höfundur er vinveittur Ráðstjórnarríkjunum, þó virðist ekki hallað réttu máli. Eigi eru likur til, að aðrir hefðu gerr kynnzt landi og þjóð á jafn skömmum tíma. Höfundur bókarinnar er annars svo kunnur, að ekki er ástæða til að fjölyrða um hann hér. Eiríkur Baldvinsson. Sambandslög U. M. F. í. 1. gr. Sambandið heitir: Samhand ungmennafélaga íslands, — skammstafað U. M. F. í. 2. gr. Þau ungmennafélög geta verið i U. M. F. í., sem starfa eft- ir þeirri stefnuskrá, er hér segir: 1. Að vinna að heill og framförum sjálfra sín og annarra, og velferðarmálum lands og lýðs.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.