Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 79

Skinfaxi - 01.11.1933, Page 79
SKINFAXI 159 gr. og liafa réttindi og skyldur samkvæmt 4. gr. Þeir fá Skinfaxa ókeypis. Rétt er þó, að þeir vinni fyrir samband- ið þau störf ein, er þeir lcjósa sjálfir. Sambandsþing getur kjörið heiSursfélaga U. M. F. í. þá menn, er unnið hafa ungmennafélagsskapnum óvenju mikið gagn, eða þingið vill veita sérstaka sæmd fyrir ágæt störf í anda U. M. F. í. Heiðursfélagar hafa öll réttindi ungmenna- félaga, en eru sjálfráðir Um skyldur. 10. gr. Sambandslög þessi öðlast þegar gildi. Eru þar með eldri sambandslög og þingsályktanir úr gildi numin. Reglugerð fyrir Skinfaxa. 1. gr. Skinfaxi er málgagn U. M. F. í., gefinn út samkvæmt 8. gr. sambandslaga þess. 2. gr. Tilgangur Skinfaxa er sá, að vera tengitaug og boðberi milli islenzkra ungmennafélaga, ræða hugsjónir þeirra og framkvæmdamál, hvetja, fræða og leiðbeina um störf og hag sambandsins og deilda þess, og veita auk þess, svo sem rúm leyfir, skemmtun og fræðslu um almenn efni við hæfi æskumanna. 3. gr. Skinfaxi kemur út tvisvar á ári, 5 arlcir í senn. Skal vanda til hans svo sem má, um efni og ytri frágang. 4. gr. Sambandsstjórn hefir umsjón með útgáfu Skinfaxa, ræður honum ritstjóra og afgreiðslumann, og semur við þá um laun fyrir störf þeirra. Ritstjóri ber ábyrgð á efni Skinfaxa að lögum og sér um, að það sé í samræmi við tilgang ritsins, sambandslög og hugsjónir U. M. F. í. Afgreiðslumaður sér um að hvert hefti ritsins sé sent öllum þeim, sem eiga að fá það, jafnskjótt og það er komið út. Hann heimtir inn and- virði ritsins hjá utanfélagsmönnum og verð fyrir auglýsingar, er birtast í ritinu, og stendur gjaldkera skil á því.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.