Skinfaxi - 01.11.1938, Blaðsíða 8
88
SKINFAXl
meðan sætt þótti. Eftir það var sett þar upp sand-
græðslugirðing, og sandgi-æðslustjóri ríkisins tók þar
til sinna ráða. S. 1. sumar, 1938, sótlu 16 bændur úr
Rangárvallahreppi lievskap að Gunnarsholti, og voru
slegnir þar um 3000 liestar.
Siðustu þrjá áratugina liefir verið unnið markvisst
og með elju og áhuga að þvi, að hefta sandfok og upp^
blástur og græða upp sanda. Þetta starf hefir verið
aukið síðustu árin, og þó hvergi nærri nægilega. Upp-
Landbrot vegna uppblásturs.
blástur og eyðing landsins gengur örar og hraðar en
varnir og viðreisnarstarf mannanna. Horfir því lil
frekari auðnar, ef ekki verður drjúgum meira að gert
framvegis en liingað til. Hér eigum vér Islendingar
landvörnum að sinna, í bókstaflegum skilningi. Að
þeini landvörnum eigum vér að beita her vorum, á lik-
an Iiátt og erlendar þjóðir verjast aðsteðjandi óvinum.
Á söndum og blástursvæðum lands vors eigum vér
tækifæri til nýlenduvinninga og landnáms fyrir fjölg-
un þjóðar vorrar um sinn. Og i uppblásturvörnunum
og' sandgræðslunni eigum vér aðkallandi verkefni fyr-
ir allar þær höndur, sem nú hvíla aðgerðalausar í
buxnavösum landsmanna.