Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1938, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.11.1938, Blaðsíða 30
110 SKINFAXI Ekki er heldur neinum blöðum um það að í'létta, að- ljóð séra Matthíasar munu lengst halda minningu hans- á lofti í liuga þjóðar vorrar og bókmenntasögu henn- ar. Þau sýna oss gleggst auðuga og fjölþætta skáld- gáfu hans og manninn sjálfan. Ólítil fjölbreytni er þar 1 efnisvali, meiri andstæður en maður á að venjast i Ijóðum íslenzkra skálda; hvað mest ber þó á tækifæris- kvæðunum. Hann hefir ort sæg ættjarðarkvæða, há- tíðakvæða og erfiljóða. Þau eru hvergi nærri öll, né heldur einstök þeirra, með sama snilldarbragði. Skáld- fákur hans er stundum brokkgengur, eða fælist með hann. Annars er það hreint ekkert undrunarefni, svo að eg breyti til um samlíkinguna, þótt víðfeðm landar- eign séra Matthíasar i riki Ijóðlistarinnar sé misjöfn að gróðri og fegurð, þótt urðir og flög blasi við sjónum milli fagurprúðra gróðurblettanna. Hitt er þó miklu tíðara,og stórum ljúfara að minnast, að kvæði hans eru máttug, fögur og sérkennileg. Verð- ur það einkum með sanni sagt um stórfelld söguljóð hans, erfiljóð, minningarkvæði og ódauðlega sálma hans. Andagift hans, ímyndunarauðlegð hans og fágæt orðsnilld, njóta sín þar ágætlega. Sama máli gegnir um svipmikil náttúruljóð hans, eins og kvæðið „Skaga- fiörður“, sem raunar er sögulegt að öðrum þræði, eða hið regineflda kvæði „Hafísinn“. Arnsúgur er í flugn- um og myndagnótt með afbrigðum i Ijóðlínum sem’ þessum: „Hvar er hafið? Allt er ísköld breiða, eins og ' draugar milli leiða standa gráir strókar hér og hvar. Eða hvað? er þar ei komin kirkja? Kynjamyndir! hér er létt að yrkja: hér eru leiði heillar veraldar. HundraS þúsund kumbla kirkjugarður, kuldalegt er voðaríki þitt, hræðilegi heljararSur, hrolli slær um brjóstiS mitt!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.