Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 39

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 39
SKINFAXl 119 Wisconsin 1923) fyllilega frumlegt rit og fullt af athug- unum, sem eru næmari en svo að Jón gæti notað þær, þótt hann hefði þekkt þær. En Jón þekkti ekki rit Malo- nes fyr en um seinan. Aftur á móti þekkti Malone og notaði að nokkru kerfi Jóns. Enginn hefir tekið dýpra í árinni um skerf Jóns til Orðabókarinnar en Blöndal sjálfur. Þar sem hann talar uin síðasta áfanga verksins, undirbúning undir prent- un o. s. frv. segir hann: „Sérstaklega ber meðútgefanda mínum Jóni Ófeigs- syni heiðurinn af því að hafa leyst þetta verk jafn- ágætlega af liendi, sem raun ber vitni. Óeigingirni hans, skarpleikur lians og lærdómur hafa hér reist sér var- anlegt minnismerki. Þrátt fyrir það þótt kennslustörf lians leyfðu lionum aðeins takmarkaðan tíma, og þótt hann yrði að leggja á hilluna mikilvæg eigin ritstörf, þá vann hann að orðabókinni langt fram yfir það sem uppliaflega var umsamið okkar á milli.“ Þetta eru ekki orðin tóm. Eg vann með Jóni, sem að- stoðarmaður árin 1919—1923 og eg er þess fulviss að liann vann 7—8 tíma að jafnaði að orðabókinni, eftir að hann kom heim úr skólanum um þrjú-leytið á dag- inn. Og eftir að prófarkir fóru að koma vissi eg til þess að liann vann oft langt fram á nótt. Sýnir þetta hvílík- ur ákafa- og afkastamaður Jón var til vinnu. Það er eiginlega meiri furða hve lengi Jón þoldi slíka vinnu, heldur en liitt, að orkan skyldi að lokum þverra. í síðasta bréfi lians til min, skrifuðu 10. febrúar 1937, mátti sj;á annarlegan svip, eins og ellimörk, á liinni fallegu rithönd hans. Ekki var þó slíkt mark að þessu, að réttlætt gæti — frá mínu sjónarmiði — liugboð hans, um að þetta yx-ði kannske síðasta bréfið, sem hann skrif- aði mér. Því miður í-eyndist það allt of satt. Likams- kraftarnir þurru svo gjörsamlega, að hann gat að sið- ustu ekki skrifað nafnið sitt. Undir slíkum kringum- stæðum lilaut dauðinn að vera velkominn.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.