Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 43

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 43
SKINFAXI 123 t. d. öldum saman búið í sömu baðstofunum og liús- bændurnir og ])ar sem eg þekki til, hefir það ekki verið siður húsbændanna, að brækja á bjú sin. Erlendir kaupmenn hafa ef til vill á einokunartímunum litið á íslenzka bændur og bændasyni sem hunda, sumir hverj- ir, en bvers vegna að rifja það upp? Við höfum aldrei viðurkennt það viðhorf, — til þess þarf sérstaka van- metatilfinningu, ’sem er ekki okkur Islendingum eigin- leg. Hinn ungi bóndasonur, sem tekur það fram, að með alþýðustétt meini liann sína eigin stétt, bændastéttina, segir að alþýðan liafi — að manni skilst loksins nú — fundið köllun sina á hinni frjósömu fósturjörð. Held- ur hann virkilega, að íslenzkir bændur liafi aldrei fund- ið köllun sína á fósturjörðinni fyrr en á þessari öld? Eg hef fyrir mér annál um húnvetnska búnaðarháttu, ritaðan af bónda, sem dáinn er fyrir 80 árum. Hann skýrir frá húnvetnskum bændasonum, sem voru ungir menn, þegar eldgos og illæri Móðuharðindanna kvistuðu bústofn sveitanna niður i rót. Þessir menn koniu sér upp nýjum fjárstofni, fóru með afurðir sinar á klökk- um yfir óbyggðir og straumharðar elfur, alla leið úr Húnaþingi til Reykjavíkur, lil þess að sæta sem beztri verzlun, og sóttu húsavið alla leið til Akureyrar vestur i Vatnsdal. Þeir hófu sig úr örbyrgð margir hverjir til góðra bjargálna og létu eftir sig fjármargar sveitir, þar sem áður stappaði jiærri auðn. Synir þessara manna hófu fyrstir á landi hér túnasléttun og aðrar framfarir í búnaðarháttum. Ætli þessir menn hafi ekki þekkt köll- un sina á við þá nútiðarmenn, sem flýja úr sveitunum, til þess að „leita á náðir háborgaranna og biðja þá auðmjúklega um eittbvert starf?“ Arnrna mín bjó á kostarýru afdalakoti, átti 13 börn og missti mann sinn frá þeim flestum i ómegð. I fjár- kláðanum var allt fé hennar skorið niður — ærnar komnar að burði, livað þá annað. Hún kom börnum sín-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.