Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 32

Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 32
112 SKINFAXI Tungan geymir í timans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðar-IjóS frá elztu þjóSum, heiftar-eim og ástarbríma, örlaga-hljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum IjóSi vígSum — geymir i sjóSi.“ Og það var einmitt hin einstæða orðsnilld og braglist skáldsins, santfara knýjandi þörf lians á, að veita öðr- um hlutdeild í andlegum verðmætum, sem gerðu hann að afburða þýðara. Flestum, ef eigi öllum fremur. hefir hann auðgað íslenzkar hókmenntir að þýðingum á snilldarverkum heimsbókmenntanna. Hann gekk á hólm við Shakespeare, Byron, Ibsen og Tegnér; og óx drjúgum af þeim fangbrögðum. Hreinasta snilld er t. d. yfirleitt á þýðingu hans af Manfred. Hann lætur sér annast um, að reynast trúr liugsun og anda frumritsins, en er enginn bókstafsþræll; enda verður honum það slundum að fótakefli, að hann heggur ekki nógu nærri hinu upprunalega orðalagi. Á það við, nær málslokum, að fara nokkrum orðum um hina merkilegu persónu skáldsins og lífsliorf hans. Björnstjerne Björnson komst eitt sinn svo að orði, að skáldin ætlu að standa í samskonar sambandi við rit sin eins og bankarnir við seðla þá, sem þeir gefa út; nægur gullforði j-rði jafnan að vera til tryggingar i kjallaranum. Það var hverju orði sannara um séra Matthías. Heitt og mannúðarríkt hjarla slær jafnan að baki Ijóða hans; þau eru þrungin lífsgleði og bjart- sýni, óbilanlegri trú á sigur hins sanna og góða, á tign og mátt mannsandans, mannást og bjargfastri guðstrú. Hann yrkir um Dettifoss: „Þó af þinum skalla þessi dynji sjár,

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.