Skinfaxi - 01.11.1938, Síða 37
SKINFAXI
117
(1915). Auk |>ess má nefna byrjendabækur hans og Jó-
hannesar Sigfússonar í dönsku. En auk kennslubók-
anna átti Jón annað langsóttara takmark. Það var að
semja Islendingum þýzk-islenzka orðabók. Hann tók
að safna til liennar ekki siðar en 1910, en þegar bann
tókst á hendur útgáfu hinnar miklu orðabókar Sigfús-
ar Blöndal (1917) varð bann að leggja þýzku orðabók-
ina á hilluna. Liðu nú ár svo að liann gat ekki tekið til
slarfa á ný, þar til Alþingi, að hvötum Jóns Jónssonar
frá Stóradal, veitti honum fé til verksins (1932—33).
Tveim árum síðar var bókin tilbúin (Þýzk-íslenzk orða-
bók, Deutsch-islándischer Wörterbuch, Rvík, Sigfús
Eymundsson, 1935, XIV, 930) hið myndarlegasta verk,
stærst þeirra orðabóka, sem nú er völ á í útlendum mál-
um á íslandi. Talið liefir verið að í henni mundu vera
um 60.000 orð, og hefir Jón ekkert til sparáð að draga
til hennar efni fram á þennan dag. Eg befi borið hana
lauslega saman við Cassell’s New German and English
Dictionary og hefir mér virzt að liin síðarnefnda væri
auðugri að dæmum, en bók Jóns liefði margt af orðum,
sem í bina vantaði, einkum kanuske erlend orð, sem
íslendingar mega ekki án vera.
Eg liygg að ekki myndi auðskorið úr því hvort væri
merkilegra, verk Jóns við þessa þýzku orðabók ,sína eða
verk lians við hina íslenzk-dönsku orðabók Sigfúsar
Blöndal. Svo mikið er vist að liann varði sjö árum með-
an hann var í fyllstu fjöri til hinnar síðarnefndu.
Þegar Sigfús Blöudal í júní 1917 kom með hið mikla
orðabókar-safn sitt til Reykjavikur var Jón helztur
þeirra manna, er bann fékk sér til hjálpar við útgáf-
una, enda hvíldi mestur vandi hennar iá Iierðum Jóns
frá því Blöndal fór til Kliafnar ári síðar þar til útgáf-
unni var lokið 1924.
I formála orðabókarinnar getur Blöndal þess, að Jón
hafi raðað og búið til prentunar stafina F, Ií, R, V—Ö,
að undanteknum forsetningum undir þessum stöfum.