Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 72

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 72
152 SIÍINFAXI þýðingu, hefir tejdð sér fyrir hendur „að draga upp gagn- óiíka mynd þessari af Neró — mynd, sem því aðeins verður dregin, að vér þekkjum orsakirnar til hleypidómanna gegn honum.“ Segir hann sögu Nerós og hinnar rómversku sam- tíðar hans, mjög skilmerkilega, og byggir á frásögn fyrri sagnaritara, en beitir þó fullri gagnrýni. Er keisarinn all- mikið hugþekkari og skiljanlegri persóna i þessari endur- skoðuðu mynd. Sólstafir. Kvæði eflir Guðmund Inga Kristjánsson. Gefið út á kostnað höf. Rvík 1938. 128 hls. Höf. kvæðabókar þessarar er ungur bóndi og bóndason- ui vestur í Önundarfirði, einn þekktasti núverandi forystu- maður Umf. á Vestfjörðum, bróðir Halldórs, sem oft ritar í Skinfaxa. Ilann yrkir hugljúf og lipur kvæði uin daglegt líf og lifsgleði heilbrigðs nútíma sveitamanns, gróðurmold, sáningu, uppskeru, grænkál, salat, mjólk og harðfisk, fjárhús- iim, gimbrar og hrúta, að ógleymdum ástum og hugsjónum — og ungmennafélagsskap. í engri ljóðabók er jafnmikið kveð- ið um Ungmennafélögin og í þessari, og má af ýmsu marka, að þaðan hafi fallið margir sólstafir í sál skáldsins: Það fyrsta, sem felldi til hennar minn hug, — ef hér á að tala um slíkt, — var örlítið merki, en eigulegt þó og ungmennfélögum vígt. Hún hafði það alltaf og hvert scm hún fór, i hversdags og viðhafnar kjól. í barminum skein það, sem horg eða tákn þess bezta, sem hugurinn ól. Sveininn hef ég séð á fundi, svipur hreinn og rót í sál. Hann með ákefð orðum varði eitt sitt stærsta hugðarmál. Barnalega brá í ræðu bæði dirfsku og snilld í senn. Röddin söng af sigurvissu. — Svona verða drengir menn. Sigurður Helgason: Og árin líða. Þrjár stutt- ar skáldsöur. Útg. Isafoldarprentsmiðja h.f. Rvík 1938. 206 bls. Þetta er þriðja bók höfundar og tvímælalaust bezta. Hér

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.