Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 34

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 34
114 SKINFAXl eilífs dags á harma- og heljarskýjum jarðneskrar til- veru: „Það dagar, það dagar við dularhafsbrá og ómarnir berast mér æðri ströndum frá.“ Og sú eilífðarvissa er einhver sterkasti strengurinn í lifsskoðun Iians og ljóðum, grunntónn fjölmargra þeirra. Eg átti því láni að fagna, að kynnast séra Matthiasi persónulega veturinn áður en hann <Ió; liann var þá nær hálf-níræður og har að vonum nokkur ellimörk. En ógleymanlegt er mér það, hversu ungur hann var í anda og bjartsýnn; lífsfjörið geislaði af honum. Með lofsöng vorsins á vörum heilsaði hann sólarlaginu, þvi að hann var þess fullviss, að morgunsins væri eigi langt að híða. Nýtt sambandsfélag. U. M. F. Snæfell var stofnað í Stykkishólmi 23. f. m., og voru stofnendur 50. Félagið hefir sótt um inntöku í U.M. F.í. Stjórn félagsins skipa: Daníel Ágústínusson, formaður, Auður Jónsdóttir, ritari, og Haraldur ísleifsson, gjaldkeri. Áður höfðu verið í Stykkishólmi 2 félög, annað fyrir pilta, en hitt fyrir stúlkur, en þau sameinuðust um hið nýja félag. Daníel Ágústínusson er kennari í Stykkishólmi i vetur, og vinnur að eflingu Umf. á Snæfellsnesi og sameiningu í eitt héraðssamband. Atvinnumál æskunnar. Héraðsþing U.M.S. Kjalarnesþings var haldið í Reykjavík 30. f. m. Voru þar gerðar ályktanir um ýms mál varðandi ungmennafélagsskapinn. —; Lúðvig Guðmundsson mætli á þinginu og flulti fróðlegt erindi um vandamál æskunnar, ung- lingafræðslu og vinnusaóla. Urðu itarlegar umræður um mál- ið og var þessi tillaga samþykkt: „Þingið lýsir einhuga fylgi sínu við vinnuskólahugmynd Lúðvígs Guðmundssonar og skorar á ungmennafélög um land allt að veita henni allt það lið, sem þeim er unnt.“

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.