Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 6

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 6
86 SKINFAXI sem unnt er að gera, er að biðja til einhvers óþekkts máttar: Ef hið óhugsanlega skyldi vera, lát þá að rainnsta kosti ekki ásannast hina voðalegu áletrun yfir einni af búðum Hitlerjugends: „Wir sind geboren um firr Deutschland zu sterben!“*) Lát þá að minnsta kosti hegninguna koma yfir oss, miðaldra menn! Vér eigum þó, liver í sínu heimkynni sökina á því, að heimurinn er orðinn að örvitahúsi. Vér höfurn öll fórnað til fals- guða: þjóðar-„sæmd“, efnaleg velferð, eigin virðing. Vér höfunr unnið mestan hluta starfs vors og höfum eigi framar mikið að gefa mannkyninu. Kannske líka að slitnar taugar vorar þoli bezt ómennskar raunir stríðs- ins. Og hvernig sem fer erum vér eins vel til þess fallnir og hverjir aðrir, að kúlur tæti oss eða eiturgas kæfi C/SS. En hlíf því helgasta, hlíf æskunni og frelsa fram- iíð heimsins! A. S. þýddi. Kynning milli landa. Ein starfsemi, sem miðar að auknum skilningi og bróður- hug milli þjóða, er bréfaviðskipti ungmenna ýmsra þjóða um sameiginleg áhugamál og skipti þeirra á ýmsum smámun- um, sem þeir hafa gaman af að safna og geta fræðzt á hvorir um annarra þjóð, t. d. frímerkjum og myndum. Þetta er holl og skemmtileg starfsemi. Skinfaxa hefir borizt mjög myndarlegt bréf frá ungum dönskum pilti, sem langar til að komast í bréfasamband og frímerkjaskipti við isl. jafnaldra. Vill Skinfaxi mælast til, að einhverjir lesendur skrifi honum. Hann er 18 ára ganiall. Áritun: Styrmer Andersen, Slotsgade 9, IV, Köbenhavn N. *) Vér erum fæddir til þess að deyja fyrir Þýzkaland.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.