Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 18

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 18
98 SKINFAXI Girðingin er til, svo að stofnkostnaðr yrði aðeins á- burður og útsæði. —• Sandgræðslustjórinn er höfund- ur þessarar uppástungu, svo að ekki er að efa, að vin- samleg aðstoð hans fengist til framkvæmda. — Ungmennafélögunum er „ekkert mannlegt óvið- komandi“. En landvörn og sköpun gróðurlands, eins og sandgræðslan er, idýtur að vera þeim sérlega kært og nákomið viðfangsefni. Ungmennafélag Stokkseyrar á Stokkseyri er rúmlega 30 úra, stofna'ð 15. marz 1908, og var athafnamikið og starfaði í góðri einingu. Eldri og yngri félagsmenn þess, þeir, sem nú eru í þvi og þeir, sem hafa verið þar starfandi, héldu sameiginlegan fund á Stokkseyri sunnudaginn 16. október síðastl. Sátu fundinn 27 eldri félagar úr Reykjavik, Hafnarfirði og Keflavík, auk þeirra, sem eru búsettir austanfjalls, en um 130 voru alls á fundinum. Það vakti mikla ánægju, að svo margir, sem eiga æsku- stöðvar á Stokkseyri, skyldu koma í hópferð til þess að heim- sækja uppeldissystkini og gamla samstarfsfélaga og lifa upp einn dag gamla daga. Skemmtifundur þessi var að öllu leyti eins og þeir voru fyrir 15—20 órum, og í engu breytt með umræður og skemmtiatriði, og varð þelta öllum þátttakend- um til ógleymanlegrar ánægju, af því að dvalið var á æsku- stöðvunum. Þeir gestir eru í hverri sveit til mestrar ánægju, sem hafa dvalið þar æsku- og þroskaárin; þar eru þeirra leiksystkini. Á þessari samkomu rifjuðu margir upp gamla daga, sem ekki höfðu sézt í 15—20 ár. Slíkir fundir gleymast ekki á næstu árum. Ungmennafélögum, sem hafa verið starfandi, er flestum kært gamla félagið sitt. Slíkar hópferðir sem þessi koma nýju fjöri í þá, sem nú eru starfandi félagar, um leið og þeir end- urnýja samband við þá, sem enn dvelja á æskustöðvunum, báðum aðilum til ógleymanlegrar ánægju. Þórður Jónsson.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.