Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1938, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.11.1938, Blaðsíða 29
SKINFAXL 10'J maður, eigi síður en skáld, var hann „sættandi og sam- þýðandi“, þjóðfræðari, er vildi „glæða heilbrigt og hlutdrægnislaust almenningsálit, almenna framfara- ■síefnu í landinu, byggða á frjálslyndi, viti og réttvísi“. Auk aragi-úa ritgerða og greina i blöðum og tíma- ritum, skrifaði séra Matthías þrjár ferðasögur (Chic- ago-för mín, Frá Danmörku og Ferð um fornar stöðv- ar) og ævisögu sína (Sögukaflar af sjálfum mér). Eru þær allar einkar skemmtilegar; stíllinn skáldlegur, með miklum fjörsprettum, leiftrandi tilþrifum i máli ug' hugsun. Bréf hans eru með sama aðalsmarki rit- snilldar hans og andagiftar. Að bókmenntagildi standa leikrit séra Matthíasar langt að haki heztu kvæðum hans; þó eru þau livergi nærri ómerkileg í sögu islenzkra sjónleikja; enda var liann einn af brautryðjöndum þeirrar bókmenntagrein- ar með þjóð vorri. Fyrsta leikrit hans, Skugga-Sveinn (Útilegumennirnir), samið þegar liann var hálfþritug- ur, er að vonum Iivergi nærri laust við smiðalýti, en ber jafnframt órækan vott um ríka dramatiska gáfu Itöfundarins. Þjóðlegur blær leiks þessa og söngvarn- ir prýðilegu sem fléttaðir eru inn i frásögnina, munu þó mest hafa stutt að því, að gera hann jafn framúr- skarandi vinsælan og raun er á orðin. En Skugga-Sveinn befir leikinn verið oftar en 100 sinnum austan liafs og vestan. Frá dramatisku sjónarmiði kveður þó óneitan- lega meir að hinu sögulega leikriti séra Matthiasar, Jón Arason, þó að það sé engan veginn gallalaust. Hinn aldni biskup, einn af uppáhaldsmönnum skáldsins, er aðsópsmikill á leiksviðinu eins og hann var i lifanda lifi; og fleiri persónurleiksinserumeðómenguðum veru- leikablæ. Margar atburðalýsingarnar eru einnig sannar og áhrifamiklar. Réttilega komst danskur hókmennta- fræðingur svo að orði um leikrit þetta: „Hvað sem öðru líður, þá má sjá, að hér hefir skáldeyra heyrt mannshjörtu slá“ (Olaf Hansen).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.