Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 66

Skinfaxi - 01.11.1938, Side 66
146 SKINFAXl búnaðarráðunaut þeim, sem sambandsstjórn U. M. F. I. hefir ráðið. Hann skal þá skyldugur að svara öllum þeim spurningum, sem honurn er fært. Ráðunautur sambandsstjórnarinnar skal svo standa i sambandi við tilsvarandi starfsemi nágrannalandanna og útbreiða reynslu þá, sem þaðan er fengin, og líklegt er, að koma megi að gagni hér. Eitt tel eg að geti orðið hinu unga garðyrkjufólki góður styrkur, og það er það, að formenn garðyrkjudeilda ungmennafélaganna, gætu átt kost á að sækja 2—3 vikna námskeið að vorinu til, sem garðyrkjuráðunauturinn héldi, á ári Jiverju eða annað hvort ár. Kostnaðinn við að sækja námskeið þessi gætu svo ungmennafélögin greitt. Hér að framan liefi eg aðeins minnzt á, hvernig hag- anlegast muni vera að skipuleggja garðyrkjumálin. Það er vegna þess, að þessum málum er þegar hrundið í framkvæmd. En eg tel einnig mjög æskilegt, að ung- mennafélögum væri einnig gefinn kostur iá að njóta leiðbeiningar á öðrum sviðum atliafnalífsins. T. d. í hænsnarækt (alifuglarækt), smíðum o. fl. Fyrirkomu- lagi þessara mála væri liægt að haga á mjög líkan hátt og nefnt er hér um garðyrkju. Að endingu vil eg þá béina orðum mínum til kunn- ingja minna og vina, sem eg eignaðist á leiðbeiningar- ferðalagi mínu siðastliðið vor. Eg vona, að móðir mold liafi verið ykkur holl í sum- ar, svo að þið megið sjá árangur starfs ykkar í liaust, í góðri uppskeru. Einnig vona eg, að þið hafið ánægju af starfi ykkar, sem eg efast reyndar ekki um, ef þið hafið lagt alúð og áhuga í vinnu ykkar og tekið eftir, livernig litlu fósturbörnin vkkar, plönturnar, hafa dafnað og þroskazt dag frá degi. Að síðustu: Fáið unglingana á næstu bæjum við ykk- ur, til að reyna garðræktina, eins og þið hafið gjört. Og ekki að eins að reyna, heldur að halda áfram, þótt

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.