Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 15

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 15
SKINFAXI 95 um stöðum og öllu þessu svæði er greinilegur og mikill áraugur starfseminnar sýnilegur. — Stærsta sand- græðslusvæðið nær frá Ölfusá að Selvogsvita, 9 þús. ha. Uppblástur er tvennskonar: Landbrot, þar sem jarð- vegsefnin fjúka úr sárum í jarðveginn eða börðum, þar tii heil svæði eru örfoka. Breiðfok, þar sem sandur, aska og vikur fýkur frá sjávarströndum eða eldstöðv- um og kæfir gróðurinn eða skefur hann af, svo að- moldin verður ber og fýkur burt. — Fyrsta og helzta Varnargarður fyrir sandfoki. skilyrði fyrir uppgræðslu blásturlands er friðun þess fyrir ágangi búfjár. Þess vegna eru sandgræðslusvæðin girt, og veltur mikið á, að það sé vandlega gert, því að þótt ekki komist nema ein sauðskepna inn, getur hún gert ótrúlegt tjón, með því að tina nýgræðinginn. Þetta hafa bændur í grennd við sandgræðslusvæðin oft ekki skilið nægilega. — Auk friðunarinnar, sem er aðal- afriði í sandgræðslu, eru viðhöfð ýms ráð til að stöðva blástur og græða. Þar sem landbrot er, eru börðin brotin niður, þakið yfir siárin til að stöðva fok, eða sáð í þau. Breiðfolc er heft með lágum görðum, sem hlaðnir eru þvert á aðalvindátt. Fellur þá sandurinn niður og stöðvast í hlé við garðana. Milli garðanna er svo sáð

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.