Skinfaxi - 01.11.1938, Blaðsíða 14
94
SKINFAXI
1923, en þá sótti hann kennaranámskeið í Danmörku.
— Þrátt fyrir annirnar hefir hann látið ýms mál til
sín taka. Hann hefir manna mest unnið að því að koma
upp Bókasafni Hafnarfjarðar og tryggja því þau veg-
legu liúsakvnni, sem það liefir fengið i liinni nýju og
myndarlegu byggingu Flensborgarskólans. Er hann
formaður bókasafnsnefndar. Þá hefir liaim unnið af
áliuga að stofnun og störfum Nemendasambands
Flensborgarskólans. — 1922—’30 átti liann sæti i bæj-
arstjórn Hafnarfjarðar.
Fyrstu árin, sem G. K. starfaði að sandgræðslu, var
lítið fé ætlað til starfseminnar. Sumarið 1907 vann
hann í Landsveit og að Reykjum á Skeiðum, við ann-
an mann, með tvo hesta og vagn. 1908—’09 var fyrsta
sandgræðslugirðingin sett upp, að Reykjum, 262 ha.
Gerðu menn þar i grenndinni drjúgum gys að Gunn-
laugi fyrir gaddavírðsgirðinguna, og töldu liana lítið
mundi halda sandinum! Þá er það til dæmis um skiln-
ing þeirrar tíðar á starfseminni, og þá örðugleika, sem
sandgræðslustjórinn átti við að etja, að merkisbændur
úr nágrannasveit klipptu girðinguna niður á fyrsta ári,
og ruddu varnargörðunum um koll. Lá girðingin yfir
götur, sem þeir þóttust eiga rétt á að fara, en of mikill
krókur að sneiða hjá henni!
Fjárframlög til sandgræðslunnar voru lág árlega
fram til 1917, og framkvæmdir auðvitað í samræmi
við það. 1917 hækkuðu framlögin nokkuð, en fyrst að
mun eftir 1920, þegar Sigurður Sigurðsson var orðinn
húnaðarmálastjóri. Nú er fjárveiting til sandgræðslu
30 þúsund kr. á ári.
Sandgræðslan undir stjórn G. K. hefir nú starfrækslu
á 32 stöðum, í 8 sýslum, en fimm girðingar eru afhent-
ar hændum, fjórar þeirra sem fullgróið Iand. Flestar
sandgræðslustöðvar í einni sýslu eru í Rangárvalla-
sýslu, 14 að tölu. Alls eru nú innan sandgræðslugirð-
inga á landinu 40—50 þúsund hektarar. Á öllum þess-