Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 29

Skinfaxi - 01.11.1938, Page 29
SKINFAXL 10'J maður, eigi síður en skáld, var hann „sættandi og sam- þýðandi“, þjóðfræðari, er vildi „glæða heilbrigt og hlutdrægnislaust almenningsálit, almenna framfara- ■síefnu í landinu, byggða á frjálslyndi, viti og réttvísi“. Auk aragi-úa ritgerða og greina i blöðum og tíma- ritum, skrifaði séra Matthías þrjár ferðasögur (Chic- ago-för mín, Frá Danmörku og Ferð um fornar stöðv- ar) og ævisögu sína (Sögukaflar af sjálfum mér). Eru þær allar einkar skemmtilegar; stíllinn skáldlegur, með miklum fjörsprettum, leiftrandi tilþrifum i máli ug' hugsun. Bréf hans eru með sama aðalsmarki rit- snilldar hans og andagiftar. Að bókmenntagildi standa leikrit séra Matthíasar langt að haki heztu kvæðum hans; þó eru þau livergi nærri ómerkileg í sögu islenzkra sjónleikja; enda var liann einn af brautryðjöndum þeirrar bókmenntagrein- ar með þjóð vorri. Fyrsta leikrit hans, Skugga-Sveinn (Útilegumennirnir), samið þegar liann var hálfþritug- ur, er að vonum Iivergi nærri laust við smiðalýti, en ber jafnframt órækan vott um ríka dramatiska gáfu Itöfundarins. Þjóðlegur blær leiks þessa og söngvarn- ir prýðilegu sem fléttaðir eru inn i frásögnina, munu þó mest hafa stutt að því, að gera hann jafn framúr- skarandi vinsælan og raun er á orðin. En Skugga-Sveinn befir leikinn verið oftar en 100 sinnum austan liafs og vestan. Frá dramatisku sjónarmiði kveður þó óneitan- lega meir að hinu sögulega leikriti séra Matthiasar, Jón Arason, þó að það sé engan veginn gallalaust. Hinn aldni biskup, einn af uppáhaldsmönnum skáldsins, er aðsópsmikill á leiksviðinu eins og hann var i lifanda lifi; og fleiri persónurleiksinserumeðómenguðum veru- leikablæ. Margar atburðalýsingarnar eru einnig sannar og áhrifamiklar. Réttilega komst danskur hókmennta- fræðingur svo að orði um leikrit þetta: „Hvað sem öðru líður, þá má sjá, að hér hefir skáldeyra heyrt mannshjörtu slá“ (Olaf Hansen).

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.