Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 2

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 2
2 SKINFAXI ur störf; þá hefir hann veriö livað víðförlastur sinna samtíðarmanna, íslenzkra, og dvalið langvistum erlend- is. En þó að Einar hafi lagt margt á gjörva liönd um dagana, eru það ritstörf lians og ljóðagerð, sem liafa lyft honum upp í þann öndvegissess, er hann skipar með þjóð vorri, og tryggja honum rúm á innsta hekk í Bragaliöll hennar um ókomna tið. Einar Benediktsson hefir verið frjósamt skáld; finnn ljóðabækur hafa komið út eflir liann: Sögur og kvæði (1897), Hafblik (1906), Hrannir (1913), Vogar (1921) og Hvammar (1930). Fyrstu þrjár ljóðabækur lians höfðu alllengi verið upp- seldar, en komu, góðu heilli, út í nýrri útgáfu fyrir nokkurum árum (1935). Seinni útgáfan af Sögum o g k v æ ð u m er eigi lítið breytt frá því sem áður var; úr lienni hafa verið felldar „Svikagreifinn“ og „Far- maðurinn“, en í stað þeirra er þar prentað úrval af greinum skáldsins, sem birtust í blöðum og tímaritum á árunum 1896—1925; er það hið merkasta safn, hæði að ritsnilld og jafnframt fyrir það, liversu skærri birtu greinar þessar hregða á lífsskoðun skáldsins og list, eins og prófessor Sigurður Nordal hefir réttilega lagt áherzlu á i ritdómi um hina nýju útgáfu eldri rita hans. Þá ber að nefna afbragðs þýðingu Einars á P é t r i G a ut (Peer Gvnt) Ibsens, er út hefir komið tvisvar sinnum (1901 og 1922), að ótöldum fjölmörgum hlaða- og tima- ritagreinum iians, auk þeirra, sem fyr er vikið að. Einar hefir farið eldi víðlent veldi i skáldskap sínum; og fjölbreytnin í kvæðaefnum hans er sambærileg við hið víðáttumikla landnám hans í ríki ljóðlistarinnar. Hann hefir ekki komið tómhendur úr víking sinni víðs- vegar um lönd; til erlendra landa og þjóða sækir hann yrkisefnin i mörg stórfelldustu og sérstæðustu kvæði sin. Glöggum drátlum dregin og djúpstæð er lýsing lians á kvöldi í Rómaborg, þar sem Tíber-fljótið fellur að sævi fram, „seint og þungt, með timans göngulagi“;

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.