Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1940, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.04.1940, Blaðsíða 2
2 SKINFAXI ur störf; þá hefir hann veriö livað víðförlastur sinna samtíðarmanna, íslenzkra, og dvalið langvistum erlend- is. En þó að Einar hafi lagt margt á gjörva liönd um dagana, eru það ritstörf lians og ljóðagerð, sem liafa lyft honum upp í þann öndvegissess, er hann skipar með þjóð vorri, og tryggja honum rúm á innsta hekk í Bragaliöll hennar um ókomna tið. Einar Benediktsson hefir verið frjósamt skáld; finnn ljóðabækur hafa komið út eflir liann: Sögur og kvæði (1897), Hafblik (1906), Hrannir (1913), Vogar (1921) og Hvammar (1930). Fyrstu þrjár ljóðabækur lians höfðu alllengi verið upp- seldar, en komu, góðu heilli, út í nýrri útgáfu fyrir nokkurum árum (1935). Seinni útgáfan af Sögum o g k v æ ð u m er eigi lítið breytt frá því sem áður var; úr lienni hafa verið felldar „Svikagreifinn“ og „Far- maðurinn“, en í stað þeirra er þar prentað úrval af greinum skáldsins, sem birtust í blöðum og tímaritum á árunum 1896—1925; er það hið merkasta safn, hæði að ritsnilld og jafnframt fyrir það, liversu skærri birtu greinar þessar hregða á lífsskoðun skáldsins og list, eins og prófessor Sigurður Nordal hefir réttilega lagt áherzlu á i ritdómi um hina nýju útgáfu eldri rita hans. Þá ber að nefna afbragðs þýðingu Einars á P é t r i G a ut (Peer Gvnt) Ibsens, er út hefir komið tvisvar sinnum (1901 og 1922), að ótöldum fjölmörgum hlaða- og tima- ritagreinum iians, auk þeirra, sem fyr er vikið að. Einar hefir farið eldi víðlent veldi i skáldskap sínum; og fjölbreytnin í kvæðaefnum hans er sambærileg við hið víðáttumikla landnám hans í ríki ljóðlistarinnar. Hann hefir ekki komið tómhendur úr víking sinni víðs- vegar um lönd; til erlendra landa og þjóða sækir hann yrkisefnin i mörg stórfelldustu og sérstæðustu kvæði sin. Glöggum drátlum dregin og djúpstæð er lýsing lians á kvöldi í Rómaborg, þar sem Tíber-fljótið fellur að sævi fram, „seint og þungt, með timans göngulagi“;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.