Skinfaxi - 01.04.1940, Síða 52
52
SIÍINFAXI
á málfunduin eða við verkleg siörf. Hann var manna fund-
vísastur á nýjar leiðir, ný viðfangsefni ungmennafélögum tii
handa og við þeirra hæfi. Hvatamaður var hann, margra
þeirra verklegu framkvæmda, sem félagið hafði með höndum,
og ráðunautur yngri manna um það, hvernig haga skyldi
verkum. Aldrei var Magnús glaðari en við slík störf, með hópi
æskumanna og æskukvenna í verki með sér! Við, sem áttum
því láni að fagna, að eiga Magnús fyrir félaga og starfsbróð-
ur, ininnumst hans sérstaklega frá þeim stundum.
Magnús var vel máli farinn; oft léttur og fyndinn i ræðum,
svo að almenna gleði vakti þeim, er á hlýddu, en hinsvegar
þungorður, ef því var að skipta, og honum þótti það betur
við eiga.
Magnús var ókvæntur og barnlaus alla æfi. En mjög vakti
hann á sér eftirtekt fyrir það, live barngóður hann var, enda
urðu börnin mjög handgengin honum þar, sem hann var
samvistum með þeim. Ekki af því, að hann væri sérstaklega
með glens við þau eða tæki þátt í leikum þeirra, heldur sök-
úm þess, að hann virtist skilja sálarlíf þeirra vel og kunna
mörgum öðrum fremur að haga við þau samræðum eftir því.
Hann mat mikils fróðleikslöngun þeirra og var óþreytandi á
að svara spurningum þeim, er þau báru fram, um það, sem
þau vildu vita skil á. — Ef til vill hefir það verið þessi þátt-
ur í skapgerð hans, sem gerði hann að svo góðum ungmenna-
lélaga, sem raun varð á.
Magnús kynntist prýðilega öllum þeim, sem nokkur veru-
íeg kynni höfðu af honum, enda naut hann þess af nágrönn-
um sínum þá er heilsa hans var að þrotum komin. — Hann
andaðist að Stóra-Kálfalæk 14. júlí s. 1., þá fullra 60 ára að
aldri.
Sigurður Einarsson.
*
Sigmundur Guðmundsson kennari andaðist í sjúkrahúsi i
Reykjavík 27. des. 1939. Banamein hans var blóðeitrun. Hann
var fæddur í Stykkishólmi 8. nóv. 1911, því aðeins 28 ára að
aldri.
Nám hafði Sigmundur stundað við alþýðuskólana að Hvítár-
bakka og Laugarvatni, og einnig í kennaraskólanum, en jiaðan
lauk hann prófi vórið 1933 með góðri einkunn. Siðan stundaði
hann framhaldsnám i fimleikum, að Laugarvatni.
íþróttakennari var hann við Miðbæjarskólann í Reykjavík
síðustu árin.