Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 49

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 49
SIÍINFAXI 49 saniin fyrir hvert trjáræktar- samvinnuhverfi, og kosin stjórn fyrir þa8, er sæi um allar framkvæmdir, sem snerta landið og trjáræktina. G. Trjáplöntur og trjáfræ, sem ætti að nota vorið eftir, skyldi samvinnutrjáræktin tryggja sér að haustinu, til þess að vera viss um að fá það nógu snemma, þegar á því þarf að halda. 7. Ef mannmargur skóli eða fjölmennt félag liefði stórt trjáræktarland í samlög- um, ætti að skipta þátttakönd- um í trjáræktinni í flokka, tvo eða fleiri. Þeir hefðu að minnsta kosti einn trjáræktar- dag að vorinu og annan að haustinu. Væri rétt að ákvcða dagana með 6 mánaða fyrir- vara. Dagarnir yrðu um leið frídagar í viðkomandi skóla eða félagi, frá öllum öðrum störfum en trjárækt. 8. Vel mætti setja lágmarks- tölu trjáplantna, sem einstak- lingum væri skyll aö gróður- setja á hverju vori. Enginn, sem tekur þátt i samvinnu- trjáræktinni, hvorki karl né kona, gæti leyst sig undan gróðursetningarstarfinu, fyrr en plantað hefði 1000 plönt- um á 5 árum eða skemmri tíma. Og fengi þá skírteini fyrir því lijá stjórn samvinnu- trjáræktarinnar. Plöntur, sem kæmu. þétt upp af fræi, er sáð væri i reiti eða hreiðsáð, mætti grisja og setja niður á öðr- um stað. Skyldi sú aðferð einnig teljast til skyldugróð- ursetningar. 9. Sé gert ráð fyrir, að hér á landi yrðu gróðursettar 1 milljón trjáplöntur, kæmi sem svaraði 8 plöntur á hvert mannsbarn á landinu. Að jæssu lágmarki ætti að stefna. Mikið af trjáplöntum mætti ef- laust fá innanlands, frá skóg- rækt ríkisins, en það, sem á vantaði, þyrfti að sækja til út- landa. Kæmi þá til athugunar, hvort ekki væri rétt að nema úr gildi lög um einkasölu á trjáplöntum og trjáfræi, og gefa frjálsa verzlun með þess- ar vörutegundir. í sjálfu sér er óeðlilegt að leggja nokkur höft á aðflutning erlendra jurtategunda, sem miða að því, að auðga verðmætan gróður landsins, til gagns og prýði fyrir þjóðina. 10. Ivaup á girðingarefni og kostnaður við að setja það niður kringum trjáræktar- landið, verkfærakaup og árleg útvegun á píöntum, yrðu helztu útgjöld við stofnun trjáræktarsamvinnu. En gróð- ursetning og undirbúningur jarðvegarins yrði að sjálf- sögðu unnið endurgjaldslaust. Ýmsum ráðum yrði að beita til að afla fjárins. Gera mætti ráð fyrir, að ríflegur styrkur fengist úr bæjar- og sveitar- sjóðum. Þá skyldi og leita til manna um frjáls samskot, stofna til hlutaveltu, skemmt- ana o. fl. Rikið ætti elcki held- ur að liggja á liði sinu með 4

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.