Skinfaxi - 01.04.1940, Blaðsíða 5
SKINFAXI
nýju: Egil Skallagrímsson, meistara Jón, Thorvaldsen
og Björn Gunnlaugsson. Mörg af þeim kvæðum hans
eru i bókinni H v a m m a r; þar er einnig liið stór-
fellda kvæði „Frosti“, sem endar með þessu erindi:
Hann sigldi frosin höf á undan öðrum,
og alltaf fann hann rás og vök aö fljóta.
Hann nam sér hrjósturlönd á jarðarjöðrum,
þar jafni enginn ryðja sást né brjóta.
Hans gnoð var heil og traust frá stjórn að stefni.
Hann strengdi voðir fast. Hann vakti af svefni.
Hans snilld fór hátt og snöggt, sem þytur fjaðra.
líann snart lil iífsins dauð og þögul efni.
Það er því auðsætt, að djúpstæð ást á íslandi og ís-
Jenzkri menningararfleifð, ásamt hjargfastri trú á ís-
land og hina íslenzku þjóð og á hlutverk hennar meðal
])jóðanna, eru meginstraumar i lcvæðum Einars Bene-
diktssonar. Hann segir i kvæðinu „Kveðja Skírnis“:
Vor æfi er svo skammvinn til æfistarfsins,
að efla þig, varðveita gimsteina arfsins:
Þin einkenni og mál þitt — sem aldrei varð týnt.
En lifsstrið þitt, kristninnar lifstíð hálfa,
með leiðtoga enga, eða smærri en þig sjálfa,
það hefir þinn lögrétt til lífsins sýnt.
Hlöðum á grundvöll af hérlendri menning
því heilhrigða, iífvæna í erlendri kenning,
heimatryggir í hjarta og önd.
Einar Benediktsson liefir stundum verið nefndur í
sömu andránni og enslca öndvegisskáldið Rohert Brown-
ing, og elcki út í bláinn. Báðir eru mildir hugsuðir, sem
kafa djúpt í lífsins sæ eftir perlum sannleiks og fegurð-
ar. Kvæði Einars, jafnvel þau, sem eru livað hreinrælct-
aðastur náttúrukveðskapur, eru heimspekileg að öðr-
um þræði. I öðrum lcvæðum hans, svo sem „Jörð“,
„Pundið“, „Svartiskóli“, „Starlcaður“ og „Stórisandur“,