Skinfaxi - 01.04.1940, Side 76
76
SKINFAXI
frjálslynda og áhugasama biskup vorn, og við )iá presta, sem
áhuga hafa á félagsstarfsemi æskulýðs: Er það hyggilegt, að
dreifa kröftum hins fámenna og strjála æskulýðs sveitanna,
meS þvi aS reyna aS stofna meS honum sérfélög um einstök
áhugamál, eins og skógrækt, dýraverndun, íþróttir, bindindi
og eflingu kristilegs anda og trúarlífs? í fámenni sveitanna
er ekki lil mannafli í mörg félög, nema því aðeins, að sömu
einstaklingar starfi í þeim öllum. Leiöir þá stofnun og sta'-f-
ræksla sérfélaga lil annars en að tvístra kröftum, sem þurfa
að vera sameinaðir, koma af stað óhollri togstreilu eða ó-
þarfri deyfð? Er ekki heppilegra, að sameina æskuna i víð-
feSmum félagsskap, eins og Ungmennafélögunum, sem reynsl-
an hefir sýnt, að henni er að skapi? Mundu prestarnir ekki
geta unnið meira starf og náð til fleiri ungmenna en koma
mundu í sérfélag þeirra, með ]>vi að starfa og beita áhrif-
um sinum í ungmennafélagi? Sumir þeirra gera það, með-
miklum árangri.
Erik Hirth, kennari í Björgvin í Noregi — ágætur ung-
mennafélagi og íslandsvinur og mörgum kunnur hér á landi
— hefir skrifað ritgerð um Jón SigurSsson og sjálfstæðis-
baráttu íslendinga, i Norsk Aarbok 1939. Er þar ger, í skýru.
máli og af glöggum skilningi, grein fyrir æfiatriðum, starfi
og þýðingu forsetans.
Bækur.
Jón Trausti er einna vinsælastur með alþýðu manna, allra is-
lenzkra rithöfunda. Skýrslur bókasafnanna sýna, að oftast er
hann sá rithöfundur, sem flestar bækur eru lánaðar eftir. Bæk-
ur hans hafa verið lesnar upp lil agna, og margar þeirra hafa
verið gersamlega ófáanlegar um langt árabil. ÞaS hlýtur því
að vera mikið fagnaðarefni bókhneigðu fólki, að nú er byrjuð
að koma út heildarútgáfa af verkum Jóns Trausta, Ritsafn.
Verður það 0—7 stór bindi, vönduð útgáfa, og kom 1. bindi í
bókaverzlanir fyrir jól. Hefst það á ágætri ritgerð um höfund-
inn, eftir dr. Stefán Einarsson, en í því er annars Halla og
Heiðarbýlið I.-—II. — Guðjón ó. Guðjónsson, sem kvæntur er
fósturdóttur skáldsins, gefur ritsafnið út, en Aðalsteinn Sig-
mundsson hefir umsjón með útgáfunni.
Svanir heitir fallegt og myndarlegt rit, sem Ungmennasam-
band Borgarfjarðar gaf út s.l. vor. Er ætlazt til að það sé fyrsta