Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 56

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 56
56 SKINFAXI getur þýtt allt í senn, unnnerki eftir verk eða atburði, ger- semar og erfðagripir eða vingjafir (minjagripir), sem eru ekki eða verða metnar til fjár. Hér er orðið látið tákna ým- iss konar menningarverðmæti, frá eldri og nýrri tímum, sem enn standa og líklegt er að lengi muni standa í gildi. Efni: þau, sem tekin verða til umræðu í þessum bindum, eru enn ekki fyllilega ákveðin, og mikið er undir þvi komið, hversu vel tekst að fá hina hæfustu menn á hverju sviði lil þess að fjalla um þau. Munu þeir hka vitanlega ráða talsverðu um, hver efni verða tekin til meðferðar. Hér er tilætlunin- að leita aðstoðar margra manna, og ættu þessi bindi því urn leið að vera nokkurt sýnishorn þess, hvernig nú er bezt rit- að á Islandi. Það liggur í augum uppi, að bókmenntirnar munu skipa liér mest rúm, því að á þvi sviði hafa íslend- ingar unnið þau afrek, sem lengst munu varðveitast og mest eru metin. Samt verður þetta engin bókmenntasaga (nokkurt yfirlit um þróunarsögu íslenzkra bókmennta kemur í IV. og- V. bindi), heldur verður reynt að skýra frá þeim verkunr einum, sem enn eru svo lifandi, að almenningur ætti að lesa ]iau eða a. m. k. vita nánari deili á þeim. Bókmenntirnar eru þó ekki einu minjarnar um hagleik og snilli íslendinga. Frá fyrri tínuun eru til ýmiss konar lista- verk, trésmíðar, málmsmíðar, vefnaður, myndir og skrautlist (t, d. í handritum). Forriár bækur hafa líka sitt ytra borð, prentun og band, sem gerir þær að minjagripum, auk efnis- ins. Á síðustu tímum hefur þjóðin eignazt nýjar listir, mál- aralist, mótlist, tónlist og húsagerðarlist. Öllu þessu verður reynt að gera nokkur skil, hæði með ritgerðum og myndum. En íslendingar hafa tekið fleira í arf en land, og lausa aura, bækur og aðrar minjar. Þeir eru sjálfir einn hluti arfsins, og hver kynslóð ber í skapferli sinu, lífsskoðun og hugsunar- hætti margvísleg merki eftir örlög, menningu og lífskjör þjóð- arinnar á liðnum öldum. Tvö síðustu bindi þess verks, sem- hér er um rætt, munu verða tilraun til þess að sýna, hvern- ig saga og menning þjóðarinnar hafa mótað hana, gert hana það, sem hún nú er og lcitt hana á þær krossgötur, sem húrr nú stendur á. Um þetta rit, sem mun verða kallað íslenzk menning, á eg einna erfiðast með að tala, þó að eg viti mest um efni þess’, því að þetta er bókin, sem getið var um í upphafi þessarar greinar, að eg hefði lengi haft í smíðum. Efnisval- inu mun það ráða, liver atriði í örlögum þjóðarinnar á liðn- um tímum virðast hafa verið svo afdrifarík, að hún beri

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.