Skinfaxi - 01.04.1940, Blaðsíða 33
SKINFAXI
33
Það eru iil margir æskumenn, sem eru lilaðnir lífs-
þrótti og athafnaþrá, en finna sér engan tilgang. Þeir
finna lcröftum sínum engan farveg og þrám sínum enga
fullnægingu. Slíkt leiðir til tómleika og andlegrar fá-
tæktar. Ekkert er eðlilegra en það, að þeir, sem þann-
ig afneita verðmætum lífsins, hneigist að fánýtu gamni
og skemmilegum nautnum. Þetta er einhver lielzta á-
stæðan fyrir nautnasýki nútíðarfólks. Það er átakan-
iegt hvernig nautnasýkin misþyrmir þeirri kynslóð, sem
hneigist til hennar, en þó er hitt ennþá átakanlegra, að
lrán veldur böli, sem fylgir börnunum í ]jriðja og fjórða
lið og verður gjarnan að aldalöngu erfðaböli. Enginn
veit, hversu langl eyðandi og skemmandi áhrif hennar
ná. En svo mikið er víst, að með henni veldur trúleys-
istízkan mannskemmdum og eymd frá kyni til kyns.
Einnig ])ar sýnir það sig, að vegur vantrúarinnar er
dauði.
Nú er vel hægt að viðurkenna það, að vegur vantrú-
arinnar sé dauði, og halda því þó fram, að lif í sann-
leika sé líf í vantrú. Það er hægt að segja sem svo, að
lilutskipti mannsins sé dauði. Lífið sé i raun og veru
þýðingarlaust og tómt. Vantrúin sé sannleikur og sann-
leikurinn vantrú. Öll trú á svokölluð æðri verðmæti sé
aðeins ímyndanir og blekkingar. Það séu draumsjónir
og deyfilyf þjáðra manna og þreklítilla.
Eg ælla liér að henda á staðreyndir, sem mannkyns-
sagan færir okkur. Það eru skýlaus sannindi. Þær stað-
reyndir geta leitt hug okkar að vaxtarþrá mannsins,
mikilleik og dásemd manneðlisiris. Minnizt þeirra
mörgu leiðtoga, sem hafa boðað sannleika og réttlæti í
óþökk samtíðarmanna sínna. Hugsið um ])að, liversu
margar stórar fórnir brautryðjendur siðmenningarinn-
ar hafa flutt hugsjónum sinum. Hugsið til þeirra, sem
báru fram kenuingu sína og boðskap, af því að þeim
var það réttlætismál, og létu það ekki aftra sér, þó að
samtið þeirra fyrirliti þá, hataði og ofsækti. Hugsið
3