Skinfaxi - 01.04.1940, Side 38
38
SKINFAXI
og yndislegt, finna nálægð liins guðdómlega. Þið inun-
uð finna það,.cf þið bara hugsið um það og athugið líf-
ið, að slíkar göfugar nautnir eru hýsna algengar og
hversdagslegar. Það er vissulega þroskavottur, að finna
fegurðina sem víðast og geta hrifizt af sem flestu. Bisk-
upnum var það sakramenti, að sjá vindinn hylgja græn-
gresi vallarins. Slíkt er hversdagsleg sjón. Vist eru þeir
margir, sem hrífast af henni, en aðrir eru sljóir fyrir
sliku. Eitt af góðskáldum Svia, Verner v. Heidenstam,
iiefur orl smákvæði, sem bróðir minn jjýddi svo:
Ég leitaði hnettinum hálfum á
að lilut, sem dýrstan má kalla,
svo fagra ég fann þá alla
að fegurstan engan ég sá.
Ei fjártjón mig snauðan getur gert
ef gáfuna missi eg cigi
að hug minn það hrifa megi,
sem hinum finnst lítilsvert.
Þella er andleg auðlegð, að eiga sér nautnalindir i
kringum sig, finna lífsfegurð, skynja lífsverðmæti. Það
er auðugur andi, sem finnur fegurð og snilld í bókmennl-
um, tónlist, landslagi, listaverkum, jarðargróðri, mann-
dómslegu starfi o. s. frv.
Þetta eiga ungmennafélögin að benda fólki sínu á.
Þau eiga að sýna því fegurð lífsins og gera það næmt
fyrir iienni. Því þroskaðri sem fegurðartilfinning
mannsins er, — því næmari skilning sem hann liefir á
fegurð yfirleitt, því sárar svíður lionum allt ósamræmi
og öll fegurðarspjöll, og þvi ríkari verður löngun hans
til að ráða þar bætur á, ef viljalíf hans er þroskað i
samræmi við annað. Manngildi og lífsgleði fólksins
stendur í nánu sambandi við það, sem athygli þess bein-
ist að á æskuárunum. Því geta ungmennafélögin unnið
stórvirki með þvi, að leiða aihyglina. Lítum t. d. á hvaða