Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 15

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 15
SKINFAXI 15 að áhrif íþrótta til þroska, heilsubótar og hressingar nái lii sem flestra í þessu landi“. I nefndina voru skipaðir: Piálmi Hannesson rektor, Steinþór Sigurðsson magister, Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn, Guðmundur Kr. Guðmundsson skrifstofustjóri, Erlendur Pétursson for- stjóri, Jón Kaldal Ijósmyndari, Jón Þorsteinsson íþrótta- kennari, Óskar Þórðarson skólalæknir og Aðalsteinn Sigmundsson þáverandi sambandsstjóri U. M. F. í. Eru menn þessir allir kunnir að áhuga á íþrótta- og æsku- lýðsmálum, og sumir þeirra meðal fremstu íþrótta- manna þjóðarinnar og kunnáttumanna um íþróttir. Nefndin tók þegar til starfa, og eru íþróttalögin lielzti ávöxtur af starfi hennar. Annars vann hún í stuttu máli það, sem hér segir: 1. Hún skrifaði öllum þeim ungmenna- og iþróttafé- lögum, sem liún vissi deili á liér á landi, svo og öllum skólum og sérkennurum í íþróttum, og sendi þeim eyðu- blöð undir upplýsingar, sem nefndin óskaði eftir að fá fná þeim. Einnig skrifaði hún stjórnum U. M. F. I., I. S. 1., Sambands ísl. barnalcennara og Bandalags ísl. skáta, og bað þær um upplýsingar og tillögur. 3. Nefndin aflaði sér fróðleiks um fyrirkomulag íþróttamála á Norðurlöndum og í öðrum fremstu íþróttalöndum Evrópu. Sumt af þeim fróðleik fékk nefndin frá fræðslumálastjórnum hlutaðeigandi landa, fyrir milligöngu Stjómarráðsins, en annars aflaði hr. Lúðvig Guðmundsson skólastjóri handa nefndinni, að fyrirlagi forsætisráðherra, er hann ferðaðist erlendis. Þá dvaldi varaformaður nefndarinnar, Erlingur Páls- son, i Englandi sumarið 1938, og kynnti sér þá nýju íþróttalögin ensku og framkvæmd þeirra. 3. Nefndin kynnti sér vandlega þau gögn, sem hún fékk, bæði innlend og erlend. Hún liélt fjölmarga fundi, bæði öll í heild og skipt í undirnefndir, og samdi loks frumvarp til íþróttalaganna, að vandlega athuguðu miáli. Gerl er ráð fyrir, að síðar komi frá nefndinni annað

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.