Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 60

Skinfaxi - 01.04.1940, Side 60
eo SKINFAXI ■komið þann dag, heldur annan nokkru seinna. Þetta hringl olli stjórnöndum félagsins mikillar fyrirhafnar. Nú varð að senda hraðboða um alla sveit á síðustu stundu og afturkalla fundarhoð, sem horið var út með miklum asa daginn áður. Um það fékkst þó enginn. En þá þegar munu hafa til orðið hugrenningar, sem hnigu í þá átt, að þarna væri maður ekki áreiðanlegur, því að engin forföll orsökuðu þessar breytingar. Og Halldór kom, göngumóður maður, á tilsettum tima — hinum síðari. Eg skal viðurkenna karlmennsku hans og ferða- mannlegan ákafa. En menn þurfa að anda oftar en einu sinni í hverjum hreppi, ef þeir hafa mikla þrá í hjartanu til að kveða upp dóma um menn og mál í áður ókunnum byggðar- lögum. En þá er að athuga reykingarnar. Á þessum Halldórs-fundi var einn bóndi fimmtugur, ágætur félagi um nær 30 ára skeið. Tóbaksnautn hans er svo um- fangsinikil, að hann hefur reykt einn vindling til jafnaðar á ári síðastl. 10 ár, ei'tir því sem næst verður komizt. Kanri- ske hefur hitzt þannig á, að hann hafi reykt einn þetta kvöld, í augsýn H. Kr., þó er það ckki víst, því að H. Kr. er uppvis að því, að fara skakkt með sitt af hverju, sem snertir okk- ur Aðaldælinga. En hvernig gal þessi eini bóndi orðið margfaldur í aug- um gests okkar? Væri hann ekki alveg ólirothættur í bind- indinu, væri langtrúlegast, að hann hefði séð tvöfalt eða marg- falt af völdum höfðingjans Bakkusar. Um tóbaksnautn ungu stúlknanna er þetta að segja: Það er aðeins til, að þær rcyki, ein og ein, engin þó að staðaldri. En slíkt lelst til undantekninga aðeins — því betur. Örfáir karlmenn reykja meira en holtt er fyrir pyngju þeirra og heilsufar, aðallega þá pípu. Og allir eru þeir yngri en fimmtugir. Þessar almennu reykingar Aðaldælinga hljóta að hafa verið einhverjar dularfullar ofsjónir í augum H. Ivr., eða þá draum- ur, ellegar að eitthvað þessu likt hefur borið fyrir hann ann- ars staðar á ferðum hans — kannske heima i Önundarfirði? Tóbaksnautn er mjög óalmenn hér um slóðir, til sveita. Það er svo fyrir þakkandi. Og þess sjást ekki merki, að hún fær- ist í vöxt. Slíkt hið sama iná segja um nautn áfengra drykkja. En Halldór þessi virðist álíta, að nú flæði brennivín hér um allar sveitir, vegna bindindisleysis innan ungmennafélaganna. Mér detlur í hug önnur klausa í þessari norðanfréttagrein. Hún er meintítil og ómerkileg, en sýnir ágætlega hversu þessi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.