Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 39

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 39
SKINFAXI 39 þýðingu það getur liaí't fyrií ungan mann að honum sé beint að góðum bókum. 1 hverslconar fögrum frásögn- um má finna fyrirmyndir, sem hrífa hug lesandans og laða til eftirbreytni. Unglingur með eðlilegum mann- dómi og lífsþrótli hrífst ekki af dæmi annarra manna, án þess að langa til að verða líkur þeim, óska þess og ætla það. Þannig hefir þjóð okkar tifað á hókum sin- um, þegar aðrar bjargir voru bannaðar. Þegar harðast svarf að, voru það bóklegar minningar um forna hreysti- menn, sem brugðu sér hvorki við sár né bana, sem héldu lifsvonunum í fólkinu. Og þjóðin lifði á lífsvon- unum, á hókum sínum, á lireysti og harðfengi löngu lið- inna kynslóða, — hreysti, sem var bæði sönn og login. Svona hafa bókmenntirnar skilyrði til uppeldisáhrifa. Eg gat þess í byrjun, að bölsýnisrit væru einhæfur og ónógur lestur. Það er ekki hollt að lirærast eingöngu í þeirri trú, að hfið sé snautt að sönnum verðmætum, ómerkilegt og þýðingarlaust. Við þurfum líka lífstrú og hjartsýni. Eg veit að það er víða ástæða til að tala um „hinn leiða hversdagsleika“, en það er heldur ekki ástæðulaust að tala um dásemdir og yndisleika hins hversdagslega. Og víst eru það þeir rithöfundar, sem kennan okkur að trúa á táp okkar og f jör og trúa á sigur hins góða, sem kveða i heljarnauðum heilaga glóð í freðnar þjóðir. Slíkum eigum við mest að þakka. Niðurrifsmenn eru nauðsynlegir fyrir þróun Jjjóðlífs- ins. Það verður að rífa niður musteri falsguðanna. Það, sem hætt er að fullnægja vaxtarþrá og vexti lifsins, verð- ur að hverfa. Slik er framþróun lífsins, að: sífellt lýðsins linna lifsliöft ill og þrautir grynna þeir, sem voga röskt að reisa rönd við guðum feðra sinna -eins og Slephan G. segir i kvæðinu um Gríni frá Hráfn- istu. Eg finn líka réttmæti þess, sem Matthías kvað:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.