Skinfaxi - 01.04.1940, Blaðsíða 24
24
SKINFAXI
íl)i'óttamiðstöðvar til niáms og keppni, sem myndast
liljóta eða eru þegar myndaðar. Þannig mundu t. d.
Arnes- og Rangárvallasýsla standa saman um íþrótta-
miðstöð og mót að Þjórsártúni, Borgarfjarðar- og Mýra-
sýsla að Ferjukoti, Dalasýsla, austurhluti Barðastrand-
arsýslu og miðbik Strandasýslu að Laugum, vestur-
iiluti Barðastrandarsýslu og Vestur-ísafjarðarsýsla að
Núpi, Norður-ísafjarðarsýsla og nyrztu sveitir Stranda-
sýslu að Reykjanesi, syðsti liluti Strandasýslu, og Vestur-
Húnavatnssýsla að Reykjaskóla o. s. frv. — Umf. hafa
þegar starfað í héraðssamböndum um langt skeið, og
I. S. I. hyggst nú að fara að dæmi þeirra. 25. gr. íþrótta-
laganna er ætlað að greiða fyrir samvinnu allra iþrótta-
aðila hvers héraðs, félaga, skóla o. s. frv., og gera auð-
veldara að koma upp íþróttamiðstöðvum með nauð-
synlegum mannvirkjum.
26. gr. leggur nokkrar sjálfsagðar kvaðir á einstök
félög, til þess að þau geti notið stýrks samkv. lögunum.
Félag getur ekki átt skilinn styrk til íþróttastarfsemi,
nema félagsmenn leggi eitthvað af mörkum til hennar
sjálfir. Verður að gera ráð fyrir, undir öllum venjuleg-
um kringumstæðum, að iðgjöld félagsmanna greiði all-
an almennan reksturskostnað félaganna. Þá er eðlilegt
að heimta, að félög séu i öðru hvoru þeirra landssam-
banda, sem njóta viðurkenningar laganna, og ræki
þar skyldur sínar. Ákvæðið um tveggja ára lágmarks-
aldur félags er setl til þess að fyrirbyggja, að félag, sem
þýtur upp án þess að eiga lifsgetu til frambúðar, geti
hrifsað fé úr íþróttasjóði.
VI. kafli. Ákvæði 27. gr. um lönd og lóðir undir
íþróttamannvirki hlýtur að vera Umf. kærkomið, og
einnig ákvæði 29. gr. um forgangsrétt að notkun iþrótta-
mannvirkja. Skal tækifærið notað til að benda á þessi
ákvæði. En i VI. kafla er ekkert, sem skýringa þarf við.