Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 57

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 57
SKINFAXI 57 merki þeirra enn í dag. Því mun samhenginu í sögu íslend- inga og menningu verða gefinn miklu meiri gaumur en ýmsu því, sem fyrirferðarmest er i sögulegum heimildum, svo sem deilum og vígaferlmn. Eins mun ekki verða hirt um að telja upp alla þá menn, sem mikið hefur horið á, heldur reynt að gera nánari grein fyrir þeim mönnum, sem annað livort eru sérkennilegir fulltrúar fyrir viss þjóðareinkenni eða með 'dæmi sínu og starfi eru lifandi þættir hinnar sögulegu arf- leifðar. Um margt af þessu má vísa til þess, sem fjallað er um í fyrri bindunum. En til þess að gera yfirlit sögunnar skýrara, munu ýmsir viðaukar verða látnir fylgja bókinni, þar á meðal greinargerð fyrir efnahag þjóðarinnar fyrr og. síðar, sem áður er getið um (með hliðsjón af I. bindi og til viðbótar því, sem þar er sagt), — skýrsla um mannfjölda á ýmsum tímum, að svo miklu leyti sem unnt er að komast l)ar að sæmilcga öruggum niðurstöðum, — og annáll um helztu atburði og merkimenn, sem hefur ekki þótt ástæða til að geta um i aðalyfirlitinu, en fróðlegt er fyrir lesendur að vita nokkur deili á. Aðalsjónarmiðinu í þessari hók er þegar lýst hér að fram- an. Eg gæti um það að miklu leyti tekið undir orð ameríska rithöfundarins, James Harvey Hobinsons: „Eg hef lengi ver- ið þeirrar skoðunar, að hinn eini verulegi skerfur, sem sagn- fræðingarnir geta lagt til framfara vits og skilnings, sé að kynna sér fortíðina með sífellt valcandi auga á samtíðinni.“ Þó að það sé ekki tilgangur minn i þessu riti að prédika minar skoðanir um það, hvernig leysa megi ýmis vandamál nútímans (það má vera, að eg geri það seinna meir á öðr- um vettvangi), þá ættu sum af þessuin vandamálum að skýr- ast við það, að rætur þeirra eru raktar aftur i tímann. Ein- slök dæmi þessa má nefna. Þó að miklar ytri byltingar liafi átt sér stað í trúarsetningum og lífsskoðun íslendinga, svo sem kristnitakan árið 1000, viðgangur liins kaþólska kirkju- valds á miðöldum, siðaskiptin á 16. öld, hinn strangi rétt- trúnaður á 17. öld, skynsemishyggja nútímans, — þá er samt órofið samband milli lífsskoðana þeirra nú á dögum og á clztu tímum, landnámsöldinni. Eitt af þvi, sem jafnan hefur ráðið miklu í sálarlífi fslendinga og afstöðu þeirra gagnvarl öðrum þjóðum, er togstreita milli vanmeta og ofmeta. Enn í dag eiga þeir hágl með að líla rólega og hreinskilnislega á aðstæður sínar, hvað þeir eru, geta og eiga og hvað þá skort- ir, hvað þeim er um megn. Þeim hættir annars vegar við sjálfbirgingsskap, hins vegar við furðulegu dómgreindarleysi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.