Skinfaxi - 01.04.1940, Síða 61
SIÍINFAXI
(>1
rnaður á erfitt með að fara með rétt mál áhrærandi Aðal-
dælinga.
Hann segir: „Nú kvarta Aðaldælir undan drykkjuskap Hús-
víkinga á sumarskemmtunum.“ Húsvíkingar koma aldrei á
sumarskemmtanir í Aðaldal. Staðhættir leyfa okkur ekki úli-
skemmtanir. Um aðrar skemmtanir er ekki að ræða hér á
sumrin. Dansleikirnir híða vetrarins og slíkt hið sama mál-
fundir ungmennafélaganna. Það er blátt áfram ómögulegt, að
nokkur Aðaldælingur hafi kvartað við H. Kr. undan drykkju-
skap Húsvílcinga á slíkum samkomum hér i sveit. Það hlýtur
Halldór að hafa dreymt. En þess háttar draumar eiga ekki
að birtast í ritum. Þeir eru í ætt við slaður og geta spillt á
milli granna, sem eigast einungis gott við, svo sem Aðaldælir
og Húsvíkingar.
Eins og fyrr er á drepið, liefur H. Kr. uppgötvað mikinn
sannleik viðkoinandi félagslifi Þingeyinga. Reykjarsvælan i
Aðaldal er eins og lykill að þeim vísindum. Þess vegna lief
ég eytt fáeinum orðum um það mál, þó að það sé i sjálfu
sér tæplega svara vert. Bindindisleysið í ungmennafélagi Að-
aldæla og grenndinni er búið að valda máttleysi i ungdómn-
um til að standast freistingar Satans i líki tóbaks og brenni-
víns. Þetta er þungamiðjan i vitnisburði hans um félagslif
þingeyskrar æsku og nær það eina, sem hann telur ástæðu til
að minnast á, að aflokinni ferðamennskunni.
Fyrir ári siðan átti félagið Gcisli í Aðaldal 30 ára afmæli.
Við það tækifæri sagði einn mesti brautryðjandi ungmenna-
félaganna á íslandi, .Tónas Jónsson frá Hriflu, i áheyrn nær
300 félagsmanna, þáverandi og fyrrverandi, að jafn þróttmik-
ið félagslíf og þar sýndi sig i verkunum, mundi ekki vera til
annars staðar á okkar landi.
Það er oft skammt öfganna á milli. Vitnisburð H. Kr. og
umsögn J. ,T. — báðar þær öfgar — ætti að leggja saman og
deila síðan í summuna með tveimur. Þá fengist útkoma, sem
láta mundi nærri hinu rétta.
En það var annað, sem eg vildi segja H. Kr. í 28 ár vorn
skuldbindingar Geisla þær sömu og giltu i U.M.F.f. á sama
tima. Allan þann tíma var deilt um bindindisheitið við og
við. Loksins var það afnumið fyrir 3 árum með samþykki
allra. Það var gert eftir mjög nákvæma yfirvegun og síðan
eftir tillögu forystumanna félagsins, sem sjálfir drukku aldrei
áfengi.
Á næstu 2 árurn fjölgaði i félaginn úr tæpum 50 upp í nær
80, og var það hærri félagatala en nokkru sinni fyrr. Nú má