Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 63

Skinfaxi - 01.04.1940, Page 63
SKINFAXI 63 ii'j sem prýSa aila virðulega menn. Þær eru: Stjórnmálaofstæki,, trúmálaofstæki og bindindisofstæki. Það er alveg nóg, að blaðakostur allra landsmálaflokka kyndi undir úlfúð og æsingum stjórnmálanna. Það er alveg nóg, að ýmsar kirkjudeildir gera menn einsýna i trúmálunum. Það er lík;i alveg nóg, að templarareglan geri bindindismál- in að hinu eina nauðsynlega. Ungmennafélögin eiga að halda sér utan við ofstæki i þvi máli sem öðrum. Hitt er aftur al- veg sjálfsagt, að þau vinni á móti ofnautn áfengis og tóhaks með hógværð og viðsýni. Eg vil ráðleggja Ií. Kr., sem áhrifamanni í félagsskap æsku- rnanna á íslandi, að afneita öllum tegundum ofstækis, úr því hann er svo gáfaður að afneita einni. Eg vil líka leyfa mér að ráðleggja honum að dæma ekki ókunnuga eins og kjafta- 'kerling, þó að hann hitti þá í svip með landshornamanns- hraða. Læri hann þessar lexíur báðar, mun hann reynast virðulegur maður — þegar tímar líða. Vigfús Guðmundsson fimmtugur. Vigfús Guðmundsson frá Eyri, lengi gestgjafi i Borgarnesi, er einn allra heilsteyptasti ung- mennafélagi þessa lands. Hann telur það mesta sæmd sína og gæfn, að hafa hlolið mótun Umf., og hann leggur áherzlu á það í hvívetna, að vera Umf. til þess sóma og vinna þeim það gagn, er hann má. Þess vegna þykir Skinfaxa hlýða, að minnast hans nú, er hann stendur á fimmtugu, hirta mynd hans og geta helztu starfa lians i þágu félaganna. Vigfús fæddist að Eyri í Flókadal í Borgarfjarðarsýslu 25. febrúar 1890, og ólst þar upp við venjuleg sveitastörf, stundaði sjóróðra á vertiðum, er liann fékk aldur til, og nam húfræði í Ilvanneyrarskóla.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.