Skinfaxi - 01.04.1940, Blaðsíða 78
SKINFAXI
78
Vísur Þuru í Garði komu út fyrir jólin í vetur, lítið kver í
mjog vandaðri og smekklegri útgáfu. Þura hefir lengi verið
Þjóðkunn fyrir hnittnar tækifærisvísur, og hafa vísur hennar
borizt manna á milli um ailt land og vakið margan léttan' hlát-
ur. í safninu hennar eru margar ágætar vísur, og njóta sín þó
sumar ekki lil fulls, er kunnugleik skortir á tilefnum. En þar
er líka léttmeti. Vafalaust getur kverið vakið ærna skemmtun,
en ekki er eg þó viss um, að hróður skáldkonunnar hafi vaxið
mikið við útgáfuna.
Nýtt bindi hefir liætzt við ritgerðasafn Jónasar Jónssonar
frá Hriflu, Komandi ár, og nefnist það Vordagar. í ]>vi eru rit-
gerðir frá yngri árum höf., flestar frá þeim árum, er hann
var ritstjóri Skinfaxa, og áður prentaðar í því blaði. — Skin-
faxi hefir ekki séð bók þessa, og veit því ekki hvernig val og
útgáfa hefir tekizt, en getur þó ekki anriað en bent á hana
og mæll með henni. Skinfaxagreinar Jónasar eru skrifaðar af
meiri hita og djarfhug en aðrar ritgerðir hans, en af sömu
snilld. Þær eru bezta prentuð heimild um vorhug Ungmenna-
félaganna fyrsta áratuginn, og auk þess ómissandi til skilnings
á fyrirferðarmesta íslenzkum stjórnmálamanni þessarar aldar.
Jóannes Patursson, sjálfstæðishetja Færeyja, hefir samið og
gefið lit bók, sem heitir Föroya söga I. Úrdráttur úr stjórnar-
laginum. Er það stjórnarfarssaga Færeyja frá upphafi til 1856,
er einokun var létt af Færeyjum, með örstuttu yfirliti um það,
sem siðan hefir gerzt. Atburðirnir eru raktir glöggt og skil-
merkilega, og auðfundið, að sá fer með efnið, sem gert hefir
sér ])að ljóst. Enda hleður höf. hér upp í óbrotgjarnan múr
þeim sterku rökum, sem hann hefir reist á sókn sína á hendur
Dönum í nær fimm tugi ára. Útgáfan er vönduð og prýdd
fjölda mynda. Vonandi verður ekki langt að hiða áframhalds-
ins. —
Skinfaxa hafa horizt nokkrar unglingabækur. Ber þar fyrst
að nefna nýja sögu eftir Gunnar M. Magnúss: Bærinn á
ströndinni. Iír það „saga úr lifi Jóns Guggusonar“, og segir
frá bernsku hans, en hann er rifinn að heinian og sendur til
vandalausra að vinna fyrir sér. Bókin er með sömu einkennum
og aðrar sögur Gunnars, skemmtileg, (irengileg og rituð af næm-
um skilningi á börnum. En varla finnst mér hún jafnast á við
„Suður heiðar“, sem er perla í íslenzkum barnabókmenntum.
Barnablaðið Æskan gefur bókina út.